Rafvarnarvopn við lögreglustörf: Öryggi almennings og lögreglu Ólafur Örn Bragason skrifar 25. ágúst 2024 08:01 Undanfarið eitt og hálft ár hefur lögreglan unnið að því að innleiða rafvarnarvopn, sem viðbót við annan búnað lögreglu. Hingað til hefur ekki verið talið nauðsynlegt að nota slík tæki til að bæta öryggi almennings og lögreglu. Nýleg þróun í ofbeldismálum, þar sem hnífar eru algengari, leiddu til endurskoðunar á þessu mati. Norðurlöndin hafa þegar innleitt rafvarnarvopn með góðum árangri, þar sem lögreglumenn upplifa aukið öryggi við skyldustörf sín án þess að traust almennings til lögreglu minnki. Þrátt fyrir þessa nýju tækni eru grunngildi lögreglu, samvinna og samskipti við þá sem hún þjónar, ætíð hornsteinn árangursríkrar löggæslu. Helmingur landsmanna hlynntur notkun Nýleg könnun sem Gallup framkvæmdi á viðhorfum landsmanna til notkunar rafvarnarvopna af hálfu lögreglu leiddi í ljós að helmingur Íslendinga er hlynntur því að lögreglan noti rafvarnarvopn í starfi, en 29% eru andvíg og 20% hlutlaus. Þegar þátttakendur voru spurðir um beitingu rafvarnarvopna í mismunandi aðstæðum voru flestir hlynntir því að beita rafvarnarvopni gegn aðila sem vopnaður er hníf, ógnar öðrum með hníf eða aðila vopnuðum barefli. Það rímar vel við niðurstöður úr árlegri könnun ríkislögreglustjóra á starfsumhverfi lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru spurðir sömu spurninga. Á hinn bóginn var mun minni stuðningur, bæði hjá almenningi og lögreglumönnum, við notkun rafvarnarvopna gegn einstaklingum í geðrofi. Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir stuðning við notkun rafvarnarvopns í vissum aðstæðum, er mjög mikilvægt að lögreglan haldi áfram að leggja áherslu á samskipti sem sitt fyrsta verkfæri í erfiðum aðstæðum. Röddin og færni í að takast á við erfiðar aðstæður með mannlegri nálgun er og verður ætíð mikilvægasta verkfærið í starfi lögreglu. Öflugt eftirlit með notkun Lögreglan hefur útbúið fræðslumyndbönd þar sem daglegur búnaður lögreglu er kynntur fyrir almenningi til að hann þekki tækin og til hvers þau eru notuð. Reynsla hinna Norðurlandanna er sú að með innleiðingu rafvarnarvopna dragi úr tíðni notkunar annars valdbeitingabúnaðar. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að rafvarnarvopn verði aðeins notuð í fáum tilfellum á ári hverju. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að rýna hvert tilfelli þar sem rafvarnarvopn er dregið úr slíðri og hefur hann til þess meðal annars upptöku í hljóð og mynd. Ef nauðsyn reynist verður verklag og þjálfun uppfærð til að tryggja öryggi og rétta notkun. Þrátt fyrir ítarlega þjálfun lögreglumanna í notkun rafvarnarvopna er megináhersla allrar þjálfunar hjá lögreglunni samskipti, spennulækkandi aðferðafræði, læsi á aðstæður og ákvarðanataka. Rafvarnarvopnin eru því aðeins einn liður í verkefnum lögreglunnar að vernda og virða almenning þannig að unnt sé að tryggja sem öruggast samfélag fyrir öll. Hvað er löggan með í beltinu? Gummi aðstoðaryfirlögregluþjónn segir frá þeim tækjum og tólum sem lögregla ber við störf sín. Hvað er rafvarnarvopn? Nú styttist í að lögreglan taki þau í notkun og Birna lögreglufulltrúi segir okkur frá því hvernig þau virka. Höfundur er sviðsstjóri Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Rafbyssur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár hefur lögreglan unnið að því að innleiða rafvarnarvopn, sem viðbót við annan búnað lögreglu. Hingað til hefur ekki verið talið nauðsynlegt að nota slík tæki til að bæta öryggi almennings og lögreglu. Nýleg þróun í ofbeldismálum, þar sem hnífar eru algengari, leiddu til endurskoðunar á þessu mati. Norðurlöndin hafa þegar innleitt rafvarnarvopn með góðum árangri, þar sem lögreglumenn upplifa aukið öryggi við skyldustörf sín án þess að traust almennings til lögreglu minnki. Þrátt fyrir þessa nýju tækni eru grunngildi lögreglu, samvinna og samskipti við þá sem hún þjónar, ætíð hornsteinn árangursríkrar löggæslu. Helmingur landsmanna hlynntur notkun Nýleg könnun sem Gallup framkvæmdi á viðhorfum landsmanna til notkunar rafvarnarvopna af hálfu lögreglu leiddi í ljós að helmingur Íslendinga er hlynntur því að lögreglan noti rafvarnarvopn í starfi, en 29% eru andvíg og 20% hlutlaus. Þegar þátttakendur voru spurðir um beitingu rafvarnarvopna í mismunandi aðstæðum voru flestir hlynntir því að beita rafvarnarvopni gegn aðila sem vopnaður er hníf, ógnar öðrum með hníf eða aðila vopnuðum barefli. Það rímar vel við niðurstöður úr árlegri könnun ríkislögreglustjóra á starfsumhverfi lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru spurðir sömu spurninga. Á hinn bóginn var mun minni stuðningur, bæði hjá almenningi og lögreglumönnum, við notkun rafvarnarvopna gegn einstaklingum í geðrofi. Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir stuðning við notkun rafvarnarvopns í vissum aðstæðum, er mjög mikilvægt að lögreglan haldi áfram að leggja áherslu á samskipti sem sitt fyrsta verkfæri í erfiðum aðstæðum. Röddin og færni í að takast á við erfiðar aðstæður með mannlegri nálgun er og verður ætíð mikilvægasta verkfærið í starfi lögreglu. Öflugt eftirlit með notkun Lögreglan hefur útbúið fræðslumyndbönd þar sem daglegur búnaður lögreglu er kynntur fyrir almenningi til að hann þekki tækin og til hvers þau eru notuð. Reynsla hinna Norðurlandanna er sú að með innleiðingu rafvarnarvopna dragi úr tíðni notkunar annars valdbeitingabúnaðar. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að rafvarnarvopn verði aðeins notuð í fáum tilfellum á ári hverju. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að rýna hvert tilfelli þar sem rafvarnarvopn er dregið úr slíðri og hefur hann til þess meðal annars upptöku í hljóð og mynd. Ef nauðsyn reynist verður verklag og þjálfun uppfærð til að tryggja öryggi og rétta notkun. Þrátt fyrir ítarlega þjálfun lögreglumanna í notkun rafvarnarvopna er megináhersla allrar þjálfunar hjá lögreglunni samskipti, spennulækkandi aðferðafræði, læsi á aðstæður og ákvarðanataka. Rafvarnarvopnin eru því aðeins einn liður í verkefnum lögreglunnar að vernda og virða almenning þannig að unnt sé að tryggja sem öruggast samfélag fyrir öll. Hvað er löggan með í beltinu? Gummi aðstoðaryfirlögregluþjónn segir frá þeim tækjum og tólum sem lögregla ber við störf sín. Hvað er rafvarnarvopn? Nú styttist í að lögreglan taki þau í notkun og Birna lögreglufulltrúi segir okkur frá því hvernig þau virka. Höfundur er sviðsstjóri Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar