Íslenski boltinn

Guð­rún Jóna stýrir Kefla­vík út tíma­bilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keflavík er þremur stigum frá öruggu sæti í Bestu deild kvenna.
Keflavík er þremur stigum frá öruggu sæti í Bestu deild kvenna. vísir/diego

Ákveðið hefur verið að Guðrún Jóna Kristjánsdóttir stýri Keflavík í síðustu fjórum leikjum liðsins í Bestu deild kvenna.

Jonathan Glenn var sagt upp störfum sem þjálfara Keflavíkur fyrr í vikunni. Keflvíkingar hafa tapað fimm leikjum í röð og eru á botni deildarinnar.

Guðrún Jóna var aðstoðarþjálfari Keflavíkur og í dag var greint frá því að hún muni stýra liðinu út tímabilið. Henni til halds og trausts verður leikmaðurinn Caroline Van Slambrouck.

Guðrún Jóna stýrir Keflavík í fyrsta sinn þegar liðið sækir Tindastól heim í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildarinnar á morgun. Síðan tekur við úrslitakeppnin þar sem Keflavík spilar þrjá leiki.

Keflvíkingar er með níu stig á botni deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti, en liðið hefur tapað fjórtán af sautján leikjum sínum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×