New York Times og BBC segja Íslendinga furða sig á stöðu gúrkunnar Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 13:51 Íslenskar gúrkur hafa sjaldan notið jafnmikilla vinsælda. Getty/Ekaterina Goncharova Meintur gúrkuskortur á Íslandi vekur athygli út fyrir landsteinanna og er til umfjöllunar bæði hjá The New York Times og BBC. Miðlarnir slá því upp að miklar vinsældir gúrkusalats á samfélagsmiðlinum Tiktok hafi leitt til mikillar söluaukningar og erfitt hafi reynst fyrir bændur og verslanir að bregðast við. Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi sagði nýverið að kassi af gúrku hafi hækkað um þúsund krónur í heildsölu frá því í lok júní, mest af öllum vörum sem hún kaupi inn. Ástæðuna telji hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á TikTok. Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði hefur sagt gúrkuskort vera viðvarandi vandamál og framleiðendur ekki hafa undan. Ekki sé um nýtt vandamál að ræða og bændur hafi ekki undan. Hann sagði gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tiktok uppskriftir valdið því að neyslan hafi aukist enn frekar. Vona að staðan lagist fljótlega Fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir Sölufélagi garðyrkjumanna að uppskriftir að gúrkusalati hafi reynst svo vinsælar að garðyrkjubændur nái ekki að halda í við aukna eftirspurn. Vonast sé til þess að framboð verði komið í eðlilegt horf eftir um viku. Umfjöllun BBC um málið forvitnilega.Skjáskot Í frétt BBC segir að sala á gúrkum hafi meira en tvöfaldast í verslunum Hagkaupa en að forsvarsfólk verslunarkeðjunnar dragi orsakatengslin milli samfélagsmiðlaæðisins og aukinnar eftirspurnar í efa. Vinsældir gúrkusalatsins séu ekki eina skýringin á skortinum og það sé algengt að lítið sé til af íslenskum gúrkum á þessum tíma ársins, að sögn Vignis Þórs Birgissonar, vörustjóra matvöru hjá Hagkaup. Haft er eftir Kristínu Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Sölufélags garðyrkjumanna í sömu frétt að fleiri þættir spili líklega inn í. Margir gúrkubændur skipti út plöntunum sínum á þessum tíma árs og skólar séu að hefjast á ný, sem auki enn eftirspurn. „Þetta er í fyrsta sinn sem upplifum eitthvað þessu líkt,“ segir Kristín. Umfjöllun The New York Times.Skjáskot Pantað neyðarsendingu af gúrkum frá Hollandi Fullyrt er í frétt bandaríska stórblaðsins The New York Times að margir íslenskir heimakokkar hafi furðað sig á gúrkuleysinu. Rætt er við Daníel Sigþórsson sem segist hafa leitað að gúrku í þremur verslunum en ekki haft erindi sem erfiði. Þá er haft Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar að gúrkur séu uppseldar í verslunum um allt land. Stjórnendur hafi þurft að bregðast við skortinum með því að panta neyðarsendingu frá Hollandi. Verslun Landbúnaður Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 21. ágúst 2024 21:11 Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi sagði nýverið að kassi af gúrku hafi hækkað um þúsund krónur í heildsölu frá því í lok júní, mest af öllum vörum sem hún kaupi inn. Ástæðuna telji hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á TikTok. Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði hefur sagt gúrkuskort vera viðvarandi vandamál og framleiðendur ekki hafa undan. Ekki sé um nýtt vandamál að ræða og bændur hafi ekki undan. Hann sagði gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tiktok uppskriftir valdið því að neyslan hafi aukist enn frekar. Vona að staðan lagist fljótlega Fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir Sölufélagi garðyrkjumanna að uppskriftir að gúrkusalati hafi reynst svo vinsælar að garðyrkjubændur nái ekki að halda í við aukna eftirspurn. Vonast sé til þess að framboð verði komið í eðlilegt horf eftir um viku. Umfjöllun BBC um málið forvitnilega.Skjáskot Í frétt BBC segir að sala á gúrkum hafi meira en tvöfaldast í verslunum Hagkaupa en að forsvarsfólk verslunarkeðjunnar dragi orsakatengslin milli samfélagsmiðlaæðisins og aukinnar eftirspurnar í efa. Vinsældir gúrkusalatsins séu ekki eina skýringin á skortinum og það sé algengt að lítið sé til af íslenskum gúrkum á þessum tíma ársins, að sögn Vignis Þórs Birgissonar, vörustjóra matvöru hjá Hagkaup. Haft er eftir Kristínu Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Sölufélags garðyrkjumanna í sömu frétt að fleiri þættir spili líklega inn í. Margir gúrkubændur skipti út plöntunum sínum á þessum tíma árs og skólar séu að hefjast á ný, sem auki enn eftirspurn. „Þetta er í fyrsta sinn sem upplifum eitthvað þessu líkt,“ segir Kristín. Umfjöllun The New York Times.Skjáskot Pantað neyðarsendingu af gúrkum frá Hollandi Fullyrt er í frétt bandaríska stórblaðsins The New York Times að margir íslenskir heimakokkar hafi furðað sig á gúrkuleysinu. Rætt er við Daníel Sigþórsson sem segist hafa leitað að gúrku í þremur verslunum en ekki haft erindi sem erfiði. Þá er haft Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar að gúrkur séu uppseldar í verslunum um allt land. Stjórnendur hafi þurft að bregðast við skortinum með því að panta neyðarsendingu frá Hollandi.
Verslun Landbúnaður Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 21. ágúst 2024 21:11 Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 21. ágúst 2024 21:11
Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49