Ambrogio Cartosio, yfirsaksóknari í bænum Termini Imerese á Sikiley, ítrekaði á blaðamannafundi í morgun að rannsóknin væri á frumstigi og að lögreglan hefði ekki einhvern ákveðinn undir grun vegna málsins. Fréttastofa BBC greinir frá.
„Það er líklegt að einhver brot voru framin áður en snekkjan sökk,“ sagði Cartosio og bætti við að það gæti verið á ábyrgð skipstjórans eða einhverja skipverja að snekkjan sökk vegna mögulegra skipsbrota.
„Fyrir mér er það líklegt að einhver lögbrot voru framin um borð. Þetta gæti verið manndrápsmál. Við getum aðeins komist að því ef við fáum tíma til að rannsaka.“
Auðkýfingurinn Mike Lynch og átján ára dóttir hans Hannah Lynch voru meðal þeirra sem létust þegar lúxussnekkjan Bayesian sökk. Jafnframt lést Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley bankans, og eiginkona hans, Judy Bloomer.
Áður var talið að skýstrokkur hafi valdið því að snekkjan sökk en samkvæmt nýjustu upplýsingum er nú talið líklegast að orsökin hafi verið ofsaveður sem fylgdi kröftugur vindur.