Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið er í rannsókn og telst vera alvarleg líkamsárás. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðborg Reykjavíkur á tólfta tímanum í gærkvöldi. Heyra mátti mikið sírenuvæl í miðborginni og sáu sjónarvottar bæði lögreglu- og sjúkrabíla á mikilli hraðferð í miðborginni þegar klukkan var farin að ganga miðnætti.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr síðari tilkynningu lögreglu.