Innlent

Stunguárásir í mið­borginni og síðasta predikun biskups

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu klukkan 12:00. vísir

Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur í seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allir undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina.

Framkvæmdastjóri Carbfix segir að ef færa eigi borteigana, tengda Coda Terminal verkefninu í Hafnarfirði, lengra frá byggð sé um nýtt verkefni að ræða og byrja þurfi upp á nýtt. Hún segir gagnrýni frá íbúum ekki endilega hafa komið á óvart.

Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa stungið þrjá til bana og slasað fleiri á bæjarhátíð í þýsku borginni Solingen á föstudagskvöld. Maðurinn er í haldi lögreglu en hann gaf sig sjálfur fram.

Þá heyrum við frá síðustu guðsþjónustu séra Agnesar M. Sigurðardóttur sem biskup Íslands og tölum við hafnarvörð á Akureyri um mengun skemmtiferðaskipa.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 25. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×