Ósátt að Kolbrún birti bréfið í hennar óþökk Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 12:01 Reykjavíkurborg/Vilhelm Ásta Þ. Skjaldal Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, oddvita Flokk fólksins í Reykjavík, hafa birt bréf hennar til forseta borgarstjórnar um framkomu Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi í hennar óþökk. Hún hefði viljað sjá erindi hennar tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar áður en það komst í opinbera umræðu fjölmiðla. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kolbrún birti bréf Ástu opinberlega á Facebook-síðu Flokk fólksins í Reykjavík fyrr í dag. Í bréfi Ástu er Hjálmar sakaður um einelti gagnvart fulltrúum Flokk fólksins og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Ásta segist þó vonast til að bréf hennar og umfjöllun um málið verði til að eineltismenning og ofbeldi innan borgarstjórnar verði stöðvað. Kolbrún hefur ekki trú á að málið verði tekið alvarlega „Ég hefði viljað að þetta færi í þennan eðlilega feril að forseti borgarstjórnar myndi taka við þessari kvörtun og þetta færi fyrir forsætisnefnd sem er aðili sem á að taka við þessu máli og vinna úr því. Ég hefði viljað gefa þeim tækifæri til að gera það fyrst. Ég hefði talið það eðlilegra,“ segir Ásta. Kolbrún sagði í Facebook-færslu sinni að hún hefði ekki trú á að tekið yrði á málinu af neinni alvöru í forsætisnefnd og vísaði til fyrri reynslu af álíka málum. Þá tók hún sérstaklega fram að það væri ekki mikið í gert í svona málum er varða minnihlutafulltrúa. Kominn tími til að stöðva svona framkomu Spurð hvort henni finnist það ófaglegt að Kolbrún hafi birt bréfið í sinni óþökk segist Ásta skilja hana að einhverju leyti. „Ég bað Kolbrúnu um að bíða og leyfa þessu að fara réttar boðleiðir fyrst áður en þetta færi út fyrir borgarstjórn. Ég skil hana, ég hef sjálf verið skotmark eineltis af hendi stofnunar. Það er svo sem ekkert góð líðan að lenda í því. Ég skil hana að mörgu leyti en mér finnst þetta ekki rétt svona.“ Ásta segist þó vongóð um að erindi hennar hafi jákvæð áhrif innan borgarstjórnar og að hún ætli að halda áfram að berjast gegn ofbeldi þar sem hún getur. „Í pólitík þá erum við ekkert alltaf sammála og það er allt í lagi, en að hjóla í manninn í staðinn fyrir málefnið er ekki réttlætanlegt. Það er bara til þess fallið að fólki líði illa. Það á ekki að eiga sér stað en því miður þá gerist það öðru hvoru og það er bara kominn tími til að við skoðum það og bregðumst við því.“ Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Hún hefði viljað sjá erindi hennar tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar áður en það komst í opinbera umræðu fjölmiðla. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kolbrún birti bréf Ástu opinberlega á Facebook-síðu Flokk fólksins í Reykjavík fyrr í dag. Í bréfi Ástu er Hjálmar sakaður um einelti gagnvart fulltrúum Flokk fólksins og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Ásta segist þó vonast til að bréf hennar og umfjöllun um málið verði til að eineltismenning og ofbeldi innan borgarstjórnar verði stöðvað. Kolbrún hefur ekki trú á að málið verði tekið alvarlega „Ég hefði viljað að þetta færi í þennan eðlilega feril að forseti borgarstjórnar myndi taka við þessari kvörtun og þetta færi fyrir forsætisnefnd sem er aðili sem á að taka við þessu máli og vinna úr því. Ég hefði viljað gefa þeim tækifæri til að gera það fyrst. Ég hefði talið það eðlilegra,“ segir Ásta. Kolbrún sagði í Facebook-færslu sinni að hún hefði ekki trú á að tekið yrði á málinu af neinni alvöru í forsætisnefnd og vísaði til fyrri reynslu af álíka málum. Þá tók hún sérstaklega fram að það væri ekki mikið í gert í svona málum er varða minnihlutafulltrúa. Kominn tími til að stöðva svona framkomu Spurð hvort henni finnist það ófaglegt að Kolbrún hafi birt bréfið í sinni óþökk segist Ásta skilja hana að einhverju leyti. „Ég bað Kolbrúnu um að bíða og leyfa þessu að fara réttar boðleiðir fyrst áður en þetta færi út fyrir borgarstjórn. Ég skil hana, ég hef sjálf verið skotmark eineltis af hendi stofnunar. Það er svo sem ekkert góð líðan að lenda í því. Ég skil hana að mörgu leyti en mér finnst þetta ekki rétt svona.“ Ásta segist þó vongóð um að erindi hennar hafi jákvæð áhrif innan borgarstjórnar og að hún ætli að halda áfram að berjast gegn ofbeldi þar sem hún getur. „Í pólitík þá erum við ekkert alltaf sammála og það er allt í lagi, en að hjóla í manninn í staðinn fyrir málefnið er ekki réttlætanlegt. Það er bara til þess fallið að fólki líði illa. Það á ekki að eiga sér stað en því miður þá gerist það öðru hvoru og það er bara kominn tími til að við skoðum það og bregðumst við því.“
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira