Innlent

Um­fangs­mikið við­bragð vegna slyss á Breiða­merkur­jökli

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang. Vísir/Vilhelm

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar til vegna slyss á eða við Breiðamerkurjökul. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi, að þyrlurnar hafi verið kallaðar út á mesta forgangi.

Fjöldi viðbragðsaðila eru á leið á vettvang. Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi en hann tekur fram að um umfangsmikið viðbragð sé að ræða. Björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningamenn eru á leið á staðinn ásamt þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Er þetta alvarlegt slys?

„Ég hef ekki þær upplýsingar enn sem komið er. Þetta er við eða á jöklinum, það er ekki alveg á hreinu að svo stöddu. Viðbragðsaðilar eru á leiðinni á staðinn. Ég hef ekki upplýsingar um hvernig ástandið er á staðnum,“ segir Jón.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×