Sport

Leik­menn festust í lyftu í tvo klukku­tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Herbert er leikstjórnandi Los Angeles Chargers og hann sýndi enn á ný leiðtogahæfileika sína í krefjandi aðstæðum um helgina.
Justin Herbert er leikstjórnandi Los Angeles Chargers og hann sýndi enn á ný leiðtogahæfileika sína í krefjandi aðstæðum um helgina. Getty/Harry How

Leikmenn og starfsmenn Los Angeles Chargers voru meðal þeirra fimmtán sem festust í lyftu í tvo klukkutíma um helgina.

Þessi martraðarlyfta var á hóteli í Dallas þar sem Chargers gisti í aðdraganda eins leiks liðsins á undirbúningstímabilinu. Nú styttist í það að NFL tímabilið fari af stað.

Á endanum þurfti að bjarga hverjum og einum upp um hlera á þaki lyftunnar og þaðan var farið með þau yfir í aðra lyftu við hliðina.

Það var því ekki aðeins óþægilegt að vera fastur í lyftunni í allan þennan tíma heldur var björgun þeirra líka mikil ævintýraferð.

Jim Harbaugh, þjálfari Chargers, talaði um það að sá eini sem hafi ekki komið sveittur út úr lyftunni hafi verið leikstjórnandinn Justin Herbert.

Herbert fékk líka hrós frá öllum að hafa verið sannkallaður klettur í þessum krefjandi aðstæðum og hans leiðtogahæfileikar hafi þarna komið vel í ljós. 

„Hárið hans var svolítið blautt en skyrtan hans var alveg þurr. Það var einn einn hluturinn sem ég er orðlaus yfir. Þessi gæi er rosalegur,“ sagði Jim Harbaugh, ánægður með sinn mann.

Harbaugh var líka þakklátur slökkviliðsmönnunum sem mættu til að bjarga málunum. Þeim var öllum boðið í mat með liðinu seinna um kvöldið.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×