Sjáðu vítadóminn í blálokin sem færði Blikum þriggja stiga forystu á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 09:03 Blikar eru á góðu skriði þessa dagana og komnir með þriggja stiga forystu á topppnum. Vísir/Diego Breiðablik er komið með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir dramatískan sigur á Skaganum í gær en Valur, KA og FH unnu líka sigra í leikjum sínum. Nú má sjá mörkin úr leikjunum á Vísi. Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðabliki 2-1 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi með marki úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson fiskaði í uppbótartíma. Markið kom á fimmtu mínútu uppbótartímans. Hlynur Sævar Jónsson hafði komið ÍA í 1-0 á 63. mínútu en Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði metin átta mínútum fyrir leikslok. Blikar náðu þriggja stiga forystu á Víkinga með þessum sigri en Víkingar eiga einn leik inni. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Breiðabliks FH-ingar unnu líka endurkomusigur á útivelli þegar þeir fögnuðu 3-2 sigri á Fylki í Árbænum. Þetta var langþráður sigur hjá FH sem hafði ekki unnið leik í ágústmánuði. Sigurmarkið skoraði fyrrum Fylkismaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen átta mínútum fyrir leikslok. Emil Ásmundsson og Orri Sveinn Segatta komu báðir Fylkismönnum tvisvar yfir í leiknum en Björn Daníel Sverrisson jafnaði fyrir FH í bæði skipin. Björn Daníel kórónaði leik sinn með því að leggja upp sigurmark Arnórs. Gunnar Jónas Hauksson kom tíu Vestramönnum í 1-0 á móti ellefu Valsmönnum en það dugði skammt. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Jónatan Ingi Jónsson og Patrick Pedersen skoruðu allir og tryggðu Val 3-1 sigur. Vestramenn misstu Gustav Kjeldsen af velli með rautt spjald strax á sjöttu mínútu og það má sjá brotið hér fyrir neðan. Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og FH Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik Vals og Vestra Besta deild karla Breiðablik Valur FH Fylkir ÍA Vestri Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðabliki 2-1 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi með marki úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson fiskaði í uppbótartíma. Markið kom á fimmtu mínútu uppbótartímans. Hlynur Sævar Jónsson hafði komið ÍA í 1-0 á 63. mínútu en Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði metin átta mínútum fyrir leikslok. Blikar náðu þriggja stiga forystu á Víkinga með þessum sigri en Víkingar eiga einn leik inni. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Breiðabliks FH-ingar unnu líka endurkomusigur á útivelli þegar þeir fögnuðu 3-2 sigri á Fylki í Árbænum. Þetta var langþráður sigur hjá FH sem hafði ekki unnið leik í ágústmánuði. Sigurmarkið skoraði fyrrum Fylkismaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen átta mínútum fyrir leikslok. Emil Ásmundsson og Orri Sveinn Segatta komu báðir Fylkismönnum tvisvar yfir í leiknum en Björn Daníel Sverrisson jafnaði fyrir FH í bæði skipin. Björn Daníel kórónaði leik sinn með því að leggja upp sigurmark Arnórs. Gunnar Jónas Hauksson kom tíu Vestramönnum í 1-0 á móti ellefu Valsmönnum en það dugði skammt. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Jónatan Ingi Jónsson og Patrick Pedersen skoruðu allir og tryggðu Val 3-1 sigur. Vestramenn misstu Gustav Kjeldsen af velli með rautt spjald strax á sjöttu mínútu og það má sjá brotið hér fyrir neðan. Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og FH Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik Vals og Vestra
Besta deild karla Breiðablik Valur FH Fylkir ÍA Vestri Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira