Vaktin: Enginn undir ísnum og aðgerðum hætt Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2024 07:35 Frá björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul fyrr í dag. vísir/vilhelm Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. Tilkynning um slysið barst um klukkan 15 í gær. Í fyrstu var talið að 25 hafi verið í hópnum en nú liggur fyrir að aðeins 23 voru í hópnum. Fólkið sem lenti undir ís í slysinu var par frá Bandaríkjunum. Maðurinn lést en konan er alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Færanlegri stjórnstöð, stjórnstöðvarbíl, var ekið frá Reykjavík og á vettvang í nótt. Þá var sérstakur fjarskiptahópur sendur austur til að bæta fjarskipti á staðnum. Unnið var í tíu til fimmtán manna hópum við að mola ísinn. Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum. Nær eingöngu var hægt að beita handafli, enda ekki hægt að koma vélum á staðinn. Ekki er til fullur nafnalisti um alla þá sem voru í hópnum. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Tilkynning um slysið barst um klukkan 15 í gær. Í fyrstu var talið að 25 hafi verið í hópnum en nú liggur fyrir að aðeins 23 voru í hópnum. Fólkið sem lenti undir ís í slysinu var par frá Bandaríkjunum. Maðurinn lést en konan er alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Færanlegri stjórnstöð, stjórnstöðvarbíl, var ekið frá Reykjavík og á vettvang í nótt. Þá var sérstakur fjarskiptahópur sendur austur til að bæta fjarskipti á staðnum. Unnið var í tíu til fimmtán manna hópum við að mola ísinn. Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum. Nær eingöngu var hægt að beita handafli, enda ekki hægt að koma vélum á staðinn. Ekki er til fullur nafnalisti um alla þá sem voru í hópnum. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Slys á Breiðamerkurjökli Tengdar fréttir Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. 26. ágúst 2024 06:57 Annar ferðamannanna er látinn Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug. 25. ágúst 2024 23:56 Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10 Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42 Alvarlegt slys er íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. 26. ágúst 2024 06:57
Annar ferðamannanna er látinn Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug. 25. ágúst 2024 23:56
Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10
Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42
Alvarlegt slys er íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01