Miklu meira en gjaldfrjálsar skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar 26. ágúst 2024 08:30 Nýlega skrifuðu tveir ráðherrar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem á að taka upp í haust eftir útspil þar að lútandi í síðustu kjarasamningum. Svandís Svavarsdóttir leggur áherlsu á að um sé að ræða lífskjarajöfnun því gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn komi efnalitlum heimilum hlutfallslega best. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varar við því að gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir leiði til virðingarleysis fyrir kostnaðarsömum aðföngum. Hvorug þeirra virðist hafa lesið grein okkar innan umhverfismálahópsins Aldins um þessi mál. Sú grein birtist í Heimildinni í júní og nú hefur komið önnur grein á vísi.is frá okkar fólki um sama efni Kjarninn í máli okkar er þessi: Hér er tækifæri til að bæta lýðheilsu, minnka matarsóun og taka til hendinni í loftslagsmálum og umhverfisvernd almennt. Tækifærið er núna. Samkvæmt Samtökum sveitarfélaga er áætlað að kostnaður við þetta nemi um 5 milljörðum króna á ári og mun ríkið leggja til allt að 75% kostnaðarins eða allt að 4 milljarða króna á ári á samningstímanum. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu. Þetta er engin smávegis aðgerð. Heilir 20 milljarðar í opinber innkaup á mat og eldun og því mikilvægt að vel takist til. Ekki bara bókhaldsmál Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almennt við stefnu i umhverfismálum. Við bendum á að hér er einstakt tækifæri til að ná fram mörgum góðum markmiðum. Landlæknisembættið vinnur nú að því að uppfæra ráðgjöf sína og þó ekki sé efast um góðan vilja virðast margir hafa grun um að betur mætti fara í skólamáltíðum eins og nú háttar. Fréttir frá Árborg fyrr í sumar sýna réttmætar áhyggjur af stöðu mála og lofsverð fyrirheit þar um úrbætur. Varla er það eini staðurinn á landinu sem þarft að taka sér tak og setja markmið um heilsusamlegar máltíðir. Einnig þarf að huga að umhverfismálum og loftslagsstefnu Íslands. Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti því að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli. Hluti af því dæmi er matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 100 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. En síðast en ekki síst er hér tækifæri til að bæta næringu og heilsu barna. Gerum þetta rétt Á dögunum birtist frásögn Þorkels Sigurlaugssonar varaborgarfulltrúa í Reykjavík af nýlegri bók um hvað fer úrskeiðis og hvað tekst vel í stórum opinberum framkvæmdum. Lærdómurinn er að skipulag og undirbúningur skipti öllu. Aðdragandi að þessu skólamáltíðaverkefni er mjög skammur og ástæða þess að nú verða teknar upp gjaldfrjálsar skólamlátíðir fyrir öll börn fyrst og fremst kjaramál. Eins og oft hefur verið bent á er miklu meira í húfi: Góð heilsa barnanna okkar og matarmenning, umhverfis- og loftslagsvæn innkaupastefna, átak gegn matarsóun. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd. Tökum stöðuna og mælum árangur Hér er lagt til að sem fyrst verði gerð stöðukönnun. Óháð og sjálfstæð rannsókn á raunverulegri stöðu skólamáltíða í dag og hvaða fyrirkomulag gefur besta raun. Einnig verði gerð stöðukönnun með hæfilega stórum úrtökum skólabarna á heilsu, nærningarástandi og matarvenjum, og þeirri könnun fylgt eftir á verkefnistímanum með reglubundnum mælingum á væntum árangri. Við eigum fjölda næringafræðinga og nema á háskólastigi sem geta svarað þessu kalli. Þessi flötur undirbúnings er auðveldur og ætti ekki að skapa andstöðu. Það mun hins vegar taka á þegar mótuð verður innkaupastefna sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar og heilsu. Allt þetta þarf að gera. Stærstu sveitarfélögin hafa hér leiðtogahlutverki að gegna: Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur og fleiri. Oft hefur verið tilefni til borgarafundar og samráðs um þjóðþrifamál og því beint til borgarstjóra að við í Aldin eru að sönnu reiðubúin til að aðstoða við dagskrá. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og félagi í Aldin, samtökum aðgerðasinna í loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Grunnskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýlega skrifuðu tveir ráðherrar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem á að taka upp í haust eftir útspil þar að lútandi í síðustu kjarasamningum. Svandís Svavarsdóttir leggur áherlsu á að um sé að ræða lífskjarajöfnun því gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn komi efnalitlum heimilum hlutfallslega best. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varar við því að gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir leiði til virðingarleysis fyrir kostnaðarsömum aðföngum. Hvorug þeirra virðist hafa lesið grein okkar innan umhverfismálahópsins Aldins um þessi mál. Sú grein birtist í Heimildinni í júní og nú hefur komið önnur grein á vísi.is frá okkar fólki um sama efni Kjarninn í máli okkar er þessi: Hér er tækifæri til að bæta lýðheilsu, minnka matarsóun og taka til hendinni í loftslagsmálum og umhverfisvernd almennt. Tækifærið er núna. Samkvæmt Samtökum sveitarfélaga er áætlað að kostnaður við þetta nemi um 5 milljörðum króna á ári og mun ríkið leggja til allt að 75% kostnaðarins eða allt að 4 milljarða króna á ári á samningstímanum. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu. Þetta er engin smávegis aðgerð. Heilir 20 milljarðar í opinber innkaup á mat og eldun og því mikilvægt að vel takist til. Ekki bara bókhaldsmál Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almennt við stefnu i umhverfismálum. Við bendum á að hér er einstakt tækifæri til að ná fram mörgum góðum markmiðum. Landlæknisembættið vinnur nú að því að uppfæra ráðgjöf sína og þó ekki sé efast um góðan vilja virðast margir hafa grun um að betur mætti fara í skólamáltíðum eins og nú háttar. Fréttir frá Árborg fyrr í sumar sýna réttmætar áhyggjur af stöðu mála og lofsverð fyrirheit þar um úrbætur. Varla er það eini staðurinn á landinu sem þarft að taka sér tak og setja markmið um heilsusamlegar máltíðir. Einnig þarf að huga að umhverfismálum og loftslagsstefnu Íslands. Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti því að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli. Hluti af því dæmi er matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 100 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. En síðast en ekki síst er hér tækifæri til að bæta næringu og heilsu barna. Gerum þetta rétt Á dögunum birtist frásögn Þorkels Sigurlaugssonar varaborgarfulltrúa í Reykjavík af nýlegri bók um hvað fer úrskeiðis og hvað tekst vel í stórum opinberum framkvæmdum. Lærdómurinn er að skipulag og undirbúningur skipti öllu. Aðdragandi að þessu skólamáltíðaverkefni er mjög skammur og ástæða þess að nú verða teknar upp gjaldfrjálsar skólamlátíðir fyrir öll börn fyrst og fremst kjaramál. Eins og oft hefur verið bent á er miklu meira í húfi: Góð heilsa barnanna okkar og matarmenning, umhverfis- og loftslagsvæn innkaupastefna, átak gegn matarsóun. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd. Tökum stöðuna og mælum árangur Hér er lagt til að sem fyrst verði gerð stöðukönnun. Óháð og sjálfstæð rannsókn á raunverulegri stöðu skólamáltíða í dag og hvaða fyrirkomulag gefur besta raun. Einnig verði gerð stöðukönnun með hæfilega stórum úrtökum skólabarna á heilsu, nærningarástandi og matarvenjum, og þeirri könnun fylgt eftir á verkefnistímanum með reglubundnum mælingum á væntum árangri. Við eigum fjölda næringafræðinga og nema á háskólastigi sem geta svarað þessu kalli. Þessi flötur undirbúnings er auðveldur og ætti ekki að skapa andstöðu. Það mun hins vegar taka á þegar mótuð verður innkaupastefna sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar og heilsu. Allt þetta þarf að gera. Stærstu sveitarfélögin hafa hér leiðtogahlutverki að gegna: Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur og fleiri. Oft hefur verið tilefni til borgarafundar og samráðs um þjóðþrifamál og því beint til borgarstjóra að við í Aldin eru að sönnu reiðubúin til að aðstoða við dagskrá. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og félagi í Aldin, samtökum aðgerðasinna í loftslagsmálum.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun