Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2024 11:00 Fólk leitar skjóls í neðanjarðarlestakerfinu í Kænugarði. Getty/Global Images Ukraine/Yan Dobronosov Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. Þá segir Shmyhal að orkuinnviðir hafi verið meðal skotmarka og að unnið sé að því að koma jafnvægi á kerfið. German Galushchenko, orkumálaráðherra Úkraínu, segir ástandið krefjandi og á samfélagsmiðlum sakaði hann Rússa um að vera staðráðna í því að taka rafmagnið af Úkraínu. Árásin samanstóð af eldflaugum og drónum en á meðan íbúar víða leituðu skjóls í loftvarnarbyrgjum notuðu ráðamenn tækifærið til að biðla til Vesturlanda um aukna aðstoð. Currently, across the country, efforts are underway to eliminate the consequences of the Russian strike. This was one of the largest attacks – a combined strike, involving over a hundred missiles of various types and around a hundred “Shaheds.” Like most Russian strikes before,… pic.twitter.com/0qNTGR98rR— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 26, 2024 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á X/Twitter að um hefði verið að ræða eina umfangsmestu loftárás Rússa hingað til og sagði lífsbjörg ef bandamenn kæmu til aðstoðar. Það væri tímabært að Bandaríkin, Bretar, Frakkar og aðrir hjálpuðu Úkraínumönnum til að stöðva Rússa. „Það má ekki takmarka möguleika Úkraínu til langdrægra árása á meðan hryðjuverkamennirnir sæta engum slíkum takmörkunum,“ sagði hann meðal annars en vopnasendingar annarra ríkja hafa löngum verið háðar því skilyrði að vopnin verði ekki notuð til að gera árásir á Rússland. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og kallaði einnig eftir því að nágrannaríki Úkraínu tækju þátt í því að skjóta niður rússneskar flaugar. This morning, Russia launched a massive missile and drone strike on 15 Ukrainian regions, primarily targeting critical civilian infrastructure and our energy system. There have been civilian deaths and injuries, as well as damage to energy facilities. Russia continues to wage a…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) August 26, 2024 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Þá segir Shmyhal að orkuinnviðir hafi verið meðal skotmarka og að unnið sé að því að koma jafnvægi á kerfið. German Galushchenko, orkumálaráðherra Úkraínu, segir ástandið krefjandi og á samfélagsmiðlum sakaði hann Rússa um að vera staðráðna í því að taka rafmagnið af Úkraínu. Árásin samanstóð af eldflaugum og drónum en á meðan íbúar víða leituðu skjóls í loftvarnarbyrgjum notuðu ráðamenn tækifærið til að biðla til Vesturlanda um aukna aðstoð. Currently, across the country, efforts are underway to eliminate the consequences of the Russian strike. This was one of the largest attacks – a combined strike, involving over a hundred missiles of various types and around a hundred “Shaheds.” Like most Russian strikes before,… pic.twitter.com/0qNTGR98rR— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 26, 2024 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á X/Twitter að um hefði verið að ræða eina umfangsmestu loftárás Rússa hingað til og sagði lífsbjörg ef bandamenn kæmu til aðstoðar. Það væri tímabært að Bandaríkin, Bretar, Frakkar og aðrir hjálpuðu Úkraínumönnum til að stöðva Rússa. „Það má ekki takmarka möguleika Úkraínu til langdrægra árása á meðan hryðjuverkamennirnir sæta engum slíkum takmörkunum,“ sagði hann meðal annars en vopnasendingar annarra ríkja hafa löngum verið háðar því skilyrði að vopnin verði ekki notuð til að gera árásir á Rússland. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og kallaði einnig eftir því að nágrannaríki Úkraínu tækju þátt í því að skjóta niður rússneskar flaugar. This morning, Russia launched a massive missile and drone strike on 15 Ukrainian regions, primarily targeting critical civilian infrastructure and our energy system. There have been civilian deaths and injuries, as well as damage to energy facilities. Russia continues to wage a…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) August 26, 2024
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira