Innlent

Stúlkan enn í lífs­hættu en rann­sókn miðar vel

Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Grímur Grímsson er yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.
Grímur Grímsson er yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglu á stunguárás við Skúlagötu á menningarnótt miða vel og að lögregla hafi verið í nokkuð hefðbundnum rannsóknaraðferðum. Stúlkan sem var stungin er enn í lífshættu. 

Grímur segir það hluta af rannsókn lögreglu að leiða í ljós aðdraganda og ástæðu árásarinnar og tengsl fólksins. Hann segir ekki sé tímabært að tjá sig um það.

Drengurinn sem grunaður er um árásina hefur að sögn Gríms ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Hann er í gæsluvarðhaldi og er í einangrun í fangelsinu að Hólmsheiði. Drengurinn er 16 ára gamall.

„Þetta er mjög alvarlegt mál. Það eru þrír stungnir þarna og eftir er einn lífshættulega slasaður. Þetta er mjög alvarleg árás.“

Ungmennin sem urðu fyrir árásinni voru öll flutt á slysadeild í kjölfar árásarinnar. Stúlkan sem drengurinn stakk er enn í lífshættu og er ástand hennar alvarlegt að sögn Gríms.

Grímur segir lögreglu hafa rætt við vitni í gær og í dag og sé enn að reyna að afla gagna sem tengjast málinu.

„Það voru mjög margir í miðborginni, eins og gefur að skilja, á þessum tíma. Þetta er laust eftir flugeldasýninguna á menningarnótt. Það er misjafnt hverju fólk varð vitni að,“ segir Grímur.

Það hafi ekki margir orðið vitni að árásinni sjálfri en margir séð orðið vitni að því sem gerðist á eftir og viðbragði viðbragðsaðila. 


Tengdar fréttir

Stúlkan enn í lífshættu

Stúlkan sem hlaut lífshættulega áverka í stunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt er enn í lífshættu og ástand hennar óbreytt að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar.

Komu fórnar­lömbum stungu­á­rásarinnar til að­stoðar

Starfsfólk Hopp hlúði að fórnarlömbum alvarlegrar stunguárásar sem átti sér stað við Skúlagötu í Reykjavík seint í gær. Einn var handtekinn grunaður um árásina og þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri.

Stunguárásir í miðborginni og síðasta predikun biskups

Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur í seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allir undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina.

Allir undir á­tján ára og einn brota­þola í lífs­hættu

Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×