Innlent

Saurgerlar fundust í neyslu­vatni

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Íbúar á Borgarfirði eystri eru hvattir til að sjóða allt neysluvatn.
Íbúar á Borgarfirði eystri eru hvattir til að sjóða allt neysluvatn. Vísir/Vilhelm

Saurgerlar og E.coli bakteríur hafa fundist í neysluvatni við reglubundið eftirlit á Borgafirði eystra. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu HEF veitna þar sem segir að nauðsynlegt sé að sjóða vatn áður en þess er neytt.

 Það að örverumengun hafi greinst í vatninu, nánar til tekið saurgerla- og E.coli mengun, gefur til kynna að vatnið sé mengað saur frá mönnum eða blóðheitum dýrum að því er segir í færslunni.

„Nauðsynlegt er að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða, þvotta og matargerðar s.s. til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð. Íbúar og gestir eru beðnir um að fylgjast vel með á heimasíðu HEF veitna (hef[punktur]is) næstu daga,” segir í færslunni.

Hér má nálgast leiðbeiningar um suðu á neysluvatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×