Það að örverumengun hafi greinst í vatninu, nánar til tekið saurgerla- og E.coli mengun, gefur til kynna að vatnið sé mengað saur frá mönnum eða blóðheitum dýrum að því er segir í færslunni.
„Nauðsynlegt er að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða, þvotta og matargerðar s.s. til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð. Íbúar og gestir eru beðnir um að fylgjast vel með á heimasíðu HEF veitna (hef[punktur]is) næstu daga,” segir í færslunni.
Hér má nálgast leiðbeiningar um suðu á neysluvatni.