Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 07:00 Snorri Ástráðsson var valinn á lista 20 undir 30 hjá breska tímaritinu IQ magazine. Aðsend Plötusnúðurinn og tónleikahaldarinn Snorri Ástráðsson hefur verið að gera góða hluti í tónleikaheiminum að undanförnu. Tónlistartímaritið IQ Magazine valdi hann á 20 undir 30 lista yfir þá sem þykja skara fram úr. Blaðamaður ræddi við Snorra um spennandi vegferð hans. Byrjaði fimmtán ára Snorri, sem er 23 ára gamall, hefur verið viðriðinn tónlist allt sitt líf og byrjaði snemma að vinna í geiranum. „Ég byrja í tónleikabransanum um fimmtán ára aldur sem „runner“ fyrir teymin sem sáu um tónlistarhátíðirnar Secret Solstice, Airwaves og Sónar á sínum tíma með Siggu Óla, Agli Ástráðssyni bróður minn og Alexis Garcia í fararbroddi. Ég stofna tónlistarhátíðina Hip Hop Hátíðin ári síðar ásamt góðum vinum og hef svo ekki litið til baka. Ég myndi þó segja að ferill minn sem tónleikahaldari byrji af alvöru þegar ég, Sigga, Egill og Alexis stofnum tónleikafyrirtækið Garcia Events í loks árs 2021.“ Snorri segir að tilnefningin sé mikill heiður.Aðsend Mikill heiður að vera valinn á lista „New Bosses 2024“ Snorri segir að tilnefningin í tímaritinu sé mjög kærkomin. „Mér hlotnaðist sá mikli heiður nýverið að vera valinn á 20 under 30 lista tónlistarbransa tímaritsins IQ Magazine sem ber heitið „New Bosses 2024“. Tímaritið er þekkt stærð í bransanum og því er þetta mikil viðurkenning fyrir mig og það starf sem ég hef verið að vinna fyrir Garcia Events og sömuleiðis þá tónlistarmenn sem ég starfa fyrir. Þetta er auðvitað bara mikill heiður og meðbyr fyrir framhaldið, þetta gefur manni líka aukinn trúverðugleika (e. credibility) gagnvart tónlistarbransanum ytra og mun vafalaust gera mér kleift að búa til sterkari og fleiri sambönd við lykilfólk í bransanum úti.“ View this post on Instagram A post shared by IQ Magazine (@iq.mag) Lauk námi í tónlistarviðskiptum Snorri flutti til Kaupmannahafnar sumarið 2021 ásamt Brynju kærustunni sinni. „Ég fór út til þess að stunda nám í tónlistarviðskiptum sem ég lauk núna í vor og varð ásamt öðru til þess að ég ræð mig inn til alþjóðlega tónleikafyrirtækisins All Things Live núna í lok sumars.“ View this post on Instagram A post shared by Snorri Ástráðsson (@snorriastrads) Hann segist ekki vera á heimleið á næstunni. „Lífið í Kaupmannahöfn er einstaklega ljúft og ég er svo heppinn að starfa í þannig bransa að reglulegar ferðir heim á klakann eru partur af vinnunni. Því finnur maður sjaldan fyrir heimþrá. Maður kemur þó alltaf heim á endanum en hvenær það verður mun ráðast seinna.“ Snorri Ástráðsson nýtur sín vel í Danmörku og er ekki á leið heim. Instagram @snorriastrads Vill halda áfram að lyfta upp íslenskri tónleikadagskrá Hann segir daglegt líf úti ansi hefðbundið. „Ég er að vinna níu til fimm, elda eitthvað gott, er duglegur hreyfa mig og horfa á eitthvað skemmtilegt. Svo hristir maður upp í þessu um helgar og fer á tónleika eða hittir vini. Svo má ekki gleyma þriðjudags körfuboltanum, það er möst.“ Snorri segist þrífast vel í tónleikahaldi. Aðspurður hvort hann sé með eitthvað ákveðið markmið í starfinu svarar hann: „Það er svo sem ekkert fast langtímamarkmið, mig langar að búa til sem mest af góðri upplifun fyrir fólk með tónleikahaldi og halda áfram að lyfta upp íslenskri tónleikadagskrá með spennandi erlendum atriðum. Ekki væri verra ef það fæli sömuleiðis í sér að halda mína eigin tónlistarhátíð en það á eftir að ráðast.“ Snorri horfir björtum augum til framtíðarinnar og vill lyfta upp íslensku tónleikahaldi.Aðsend Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hinn sérlegi verndari Biggi maus mætti í fiskabúrið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Byrjaði fimmtán ára Snorri, sem er 23 ára gamall, hefur verið viðriðinn tónlist allt sitt líf og byrjaði snemma að vinna í geiranum. „Ég byrja í tónleikabransanum um fimmtán ára aldur sem „runner“ fyrir teymin sem sáu um tónlistarhátíðirnar Secret Solstice, Airwaves og Sónar á sínum tíma með Siggu Óla, Agli Ástráðssyni bróður minn og Alexis Garcia í fararbroddi. Ég stofna tónlistarhátíðina Hip Hop Hátíðin ári síðar ásamt góðum vinum og hef svo ekki litið til baka. Ég myndi þó segja að ferill minn sem tónleikahaldari byrji af alvöru þegar ég, Sigga, Egill og Alexis stofnum tónleikafyrirtækið Garcia Events í loks árs 2021.“ Snorri segir að tilnefningin sé mikill heiður.Aðsend Mikill heiður að vera valinn á lista „New Bosses 2024“ Snorri segir að tilnefningin í tímaritinu sé mjög kærkomin. „Mér hlotnaðist sá mikli heiður nýverið að vera valinn á 20 under 30 lista tónlistarbransa tímaritsins IQ Magazine sem ber heitið „New Bosses 2024“. Tímaritið er þekkt stærð í bransanum og því er þetta mikil viðurkenning fyrir mig og það starf sem ég hef verið að vinna fyrir Garcia Events og sömuleiðis þá tónlistarmenn sem ég starfa fyrir. Þetta er auðvitað bara mikill heiður og meðbyr fyrir framhaldið, þetta gefur manni líka aukinn trúverðugleika (e. credibility) gagnvart tónlistarbransanum ytra og mun vafalaust gera mér kleift að búa til sterkari og fleiri sambönd við lykilfólk í bransanum úti.“ View this post on Instagram A post shared by IQ Magazine (@iq.mag) Lauk námi í tónlistarviðskiptum Snorri flutti til Kaupmannahafnar sumarið 2021 ásamt Brynju kærustunni sinni. „Ég fór út til þess að stunda nám í tónlistarviðskiptum sem ég lauk núna í vor og varð ásamt öðru til þess að ég ræð mig inn til alþjóðlega tónleikafyrirtækisins All Things Live núna í lok sumars.“ View this post on Instagram A post shared by Snorri Ástráðsson (@snorriastrads) Hann segist ekki vera á heimleið á næstunni. „Lífið í Kaupmannahöfn er einstaklega ljúft og ég er svo heppinn að starfa í þannig bransa að reglulegar ferðir heim á klakann eru partur af vinnunni. Því finnur maður sjaldan fyrir heimþrá. Maður kemur þó alltaf heim á endanum en hvenær það verður mun ráðast seinna.“ Snorri Ástráðsson nýtur sín vel í Danmörku og er ekki á leið heim. Instagram @snorriastrads Vill halda áfram að lyfta upp íslenskri tónleikadagskrá Hann segir daglegt líf úti ansi hefðbundið. „Ég er að vinna níu til fimm, elda eitthvað gott, er duglegur hreyfa mig og horfa á eitthvað skemmtilegt. Svo hristir maður upp í þessu um helgar og fer á tónleika eða hittir vini. Svo má ekki gleyma þriðjudags körfuboltanum, það er möst.“ Snorri segist þrífast vel í tónleikahaldi. Aðspurður hvort hann sé með eitthvað ákveðið markmið í starfinu svarar hann: „Það er svo sem ekkert fast langtímamarkmið, mig langar að búa til sem mest af góðri upplifun fyrir fólk með tónleikahaldi og halda áfram að lyfta upp íslenskri tónleikadagskrá með spennandi erlendum atriðum. Ekki væri verra ef það fæli sömuleiðis í sér að halda mína eigin tónlistarhátíð en það á eftir að ráðast.“ Snorri horfir björtum augum til framtíðarinnar og vill lyfta upp íslensku tónleikahaldi.Aðsend
Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hinn sérlegi verndari Biggi maus mætti í fiskabúrið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira