Einn þolenda stunguárásarinnar piltur frá Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 17:01 Tvær íslenskar stúlkur og palestínskur piltur hlutu áverka í stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt. Vísir/Ívar Einn þeirra sem varð fyrir stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt er af erlendum uppruna. Hinir brotaþolendurnir tveir og meintur gerandi eru hins vegar íslenskir ríkisborgarar. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu, en áður hafði komið fram að öll fórnarlömbin þrjú auk árásarmannsins væru íslenskir ríkisborgarar. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig frekar um stöðu viðkomandi eða uppruna hans að öðru leyti. Fréttastofa hefur upplýsingar um að fórnarlambið sem er af erlendum uppruna sé piltur frá Palestínu. Hann hafi verið í bíl ásamt þremur öðrum, tveimur íslenskum stúlkum og öðrum pilti sem einnig er frá Palestínu, þegar meintur gerandi, íslenskur piltur á sautjánda aldursári, veittist að þeim. Stúlkurnar særðust báðar í árásinni og annar drengjanna sem voru í bílnum. Stúlkan sem særðist hvað mest í árásinni er enn í lífshættu en hin tvö sem voru stungin hlutu minni áverka, voru aldrei í lífshættu og eru á batavegi. Aðspurður segist Grímur ekki geta tjáð sig frekar um framvindu rannsóknarinnar, inntur eftir því hvort málið sé rannsakað sem hatursglæpur. „Í þessu tilfelli er ekkert sérstaklega horft til þess að ásetningur varði hatursglæp,” segir Grímur. Hann bendir þó á að rannsóknin standi enn yfir og á meðan svo er geti hlutirnir breyst. „Við erum ennþá að reyna að átta okkur á því hvernig þetta gerðist,” segir Grímur, sem staðfestir einnig að bifreið tengist rannsókn málsins. Hann geti þó ekki sagt til um með hvaða hætti bifreiðin tengist málinu. Líkt og fram hefur komið hefur meintur gerandi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst og er vistaður á Hólmsheiði í „viðeigandi úrræði“ sökum ungs aldurs. Öll þrjú fórnarlömb árásarinnar eru einnig undir 18 ára aldri. Fjallað verður um árásina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir þar sem rætt verður við föður palestínska drengsins sem særðist í árásinni. Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Fréttastofa hefur upplýsingar um að fórnarlambið sem er af erlendum uppruna sé piltur frá Palestínu. Hann hafi verið í bíl ásamt þremur öðrum, tveimur íslenskum stúlkum og öðrum pilti sem einnig er frá Palestínu, þegar meintur gerandi, íslenskur piltur á sautjánda aldursári, veittist að þeim. Stúlkurnar særðust báðar í árásinni og annar drengjanna sem voru í bílnum. Stúlkan sem særðist hvað mest í árásinni er enn í lífshættu en hin tvö sem voru stungin hlutu minni áverka, voru aldrei í lífshættu og eru á batavegi. Aðspurður segist Grímur ekki geta tjáð sig frekar um framvindu rannsóknarinnar, inntur eftir því hvort málið sé rannsakað sem hatursglæpur. „Í þessu tilfelli er ekkert sérstaklega horft til þess að ásetningur varði hatursglæp,” segir Grímur. Hann bendir þó á að rannsóknin standi enn yfir og á meðan svo er geti hlutirnir breyst. „Við erum ennþá að reyna að átta okkur á því hvernig þetta gerðist,” segir Grímur, sem staðfestir einnig að bifreið tengist rannsókn málsins. Hann geti þó ekki sagt til um með hvaða hætti bifreiðin tengist málinu. Líkt og fram hefur komið hefur meintur gerandi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst og er vistaður á Hólmsheiði í „viðeigandi úrræði“ sökum ungs aldurs. Öll þrjú fórnarlömb árásarinnar eru einnig undir 18 ára aldri. Fjallað verður um árásina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir þar sem rætt verður við föður palestínska drengsins sem særðist í árásinni.
Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira