Fluttu kókaín til landsins í kaffikönnu og útvarpstæki Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 23:55 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Þrír menn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins. Annars vegar voru efnin flutt í kaffikönnu frá Frakklandi, og hins vegar í útvarpstæki frá Sviss. Efnin fundu tollverðir við eftirlit í póstmiðstöð. Höfðu þeir samband við lögreglu en í dómi héraðsdóms kemur fram að í pakkanum frá Sviss hefðu verið um 815 g af kókaíni en um 886 grömm af kókaíni í pakkanum frá Frakklandi. Lögregla tók við pakkningu og kom fyrir hlustunar- og eftirfararbúnaði. Einn ákærðu sótti pakkann og fékk honum öðrum ákærðu. Þeir hafi síðan keyrt saman að air'b'nb íbúð sem þeir höfðu á útleigu til og þar komið pakkanum fyrir. Einn var handtekinn í anddyri hússins en hinir skömmu síðar. Í dómnum eru samskipti mannanna á samskiptaforritinu Signal rakin nokkuð ítarlega, en samræður fóru fram á frönsku. Mennirnir játuðu brotin hvað varðaði kókaínsendinguna frá Frakklandi, en ekki varðandi sendinguna frá Sviss. Voru þeir því sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrots hvað það varðar. Varðandi síðari ákærðulið, sendinguna frá Sviss, lá fyrir að mennirnir höfðu ekki sótt þá sendingu, en einn ákærðu fengið upplýsingar í síma sinn um sendinguna. Þeir báru fyrir sig að þeir hefðu ákveðið að sækja ekki þá sendingu. Í dómnum kemur fram að óþekktur þriðji aðili hafi sagt mönnum fyrir verkum og í málinu lágu fyrir hljóðupptökur við þann mann. Mennirnir báru fyrir sig að þeir hafi verið hræddir við skipuleggjandann og í dómnum segir að ljóst sé að mennirnir hafi verið tregir til að gera það sem farið hafi verið fram á. Þeir hafi meðal annars rætt um afsakanir á því að sækja ekki síðari sendinguna. Litið var til þess að ekki væri búið að sýna með óyggjandi hætti fram á að mennirnir hafi haft í hyggju að sækja síðari sendinguna, og litið þar sérstaklega til samræðna mannanna um að finna afsakanir. Mennirnir voru því sýknaðir af síðari ákærðulið. Í ljósi játningar mannanna voru mennirnir hins vegar dæmdir til fangelsisvistar, tveir í árs fangelsi og einn í tíu mánaða fangelsi. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Efnin fundu tollverðir við eftirlit í póstmiðstöð. Höfðu þeir samband við lögreglu en í dómi héraðsdóms kemur fram að í pakkanum frá Sviss hefðu verið um 815 g af kókaíni en um 886 grömm af kókaíni í pakkanum frá Frakklandi. Lögregla tók við pakkningu og kom fyrir hlustunar- og eftirfararbúnaði. Einn ákærðu sótti pakkann og fékk honum öðrum ákærðu. Þeir hafi síðan keyrt saman að air'b'nb íbúð sem þeir höfðu á útleigu til og þar komið pakkanum fyrir. Einn var handtekinn í anddyri hússins en hinir skömmu síðar. Í dómnum eru samskipti mannanna á samskiptaforritinu Signal rakin nokkuð ítarlega, en samræður fóru fram á frönsku. Mennirnir játuðu brotin hvað varðaði kókaínsendinguna frá Frakklandi, en ekki varðandi sendinguna frá Sviss. Voru þeir því sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrots hvað það varðar. Varðandi síðari ákærðulið, sendinguna frá Sviss, lá fyrir að mennirnir höfðu ekki sótt þá sendingu, en einn ákærðu fengið upplýsingar í síma sinn um sendinguna. Þeir báru fyrir sig að þeir hefðu ákveðið að sækja ekki þá sendingu. Í dómnum kemur fram að óþekktur þriðji aðili hafi sagt mönnum fyrir verkum og í málinu lágu fyrir hljóðupptökur við þann mann. Mennirnir báru fyrir sig að þeir hafi verið hræddir við skipuleggjandann og í dómnum segir að ljóst sé að mennirnir hafi verið tregir til að gera það sem farið hafi verið fram á. Þeir hafi meðal annars rætt um afsakanir á því að sækja ekki síðari sendinguna. Litið var til þess að ekki væri búið að sýna með óyggjandi hætti fram á að mennirnir hafi haft í hyggju að sækja síðari sendinguna, og litið þar sérstaklega til samræðna mannanna um að finna afsakanir. Mennirnir voru því sýknaðir af síðari ákærðulið. Í ljósi játningar mannanna voru mennirnir hins vegar dæmdir til fangelsisvistar, tveir í árs fangelsi og einn í tíu mánaða fangelsi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira