Áfrýjar ákvörðun dómara um að vísa leyniskjalamáli Trump frá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2024 10:06 Smith tilkynnti strax í sumar að hann myndi áfrýja málinu. Lögspekingar hafa margir gagnrýnt ákvörðun Cannon. Getty/Drew Angerer Saksóknarinn Jack Smith fór þess á leit við áfrýjunardómstól í gær að hann snéri við frávísun dómarans Aileen M. Cannon á dómsmáli gegn Donald Trump, sem varðar meðferð forsetans fyrrverandi á trúnaðargögnum. Smith var skipaður til að fara með málið af dómsmálaráðherranum Merrick Garland en Cannon vísaði því frá í heild á þeirri forsendu að hann hefði ekki verið rétt skipaður og færi með alltof mikil völd þegar horft væri til þess að þingið hefði ekki fjallað um skipunina. Cannon, sem var skipuð af Trump, gerði engar athugasemdir við málatilbúnaðinn gegn forsetaframbjóðandanum heldur gerði einungis athugasemdir við skipun Smith, vald hans og titil. Smith, sem var skipaður „sérstakur saksóknari“ (e. special counsel), sagði í rökstuðningi sínum fyrir áfrýjunardómstólnum að Garland hefði sannarlega haft heimild til að taka ákvörðun um skipunina og að Cannon hefði farið gegn fjölda dómafordæma. Að sögn Smith hafa dómsmálaráðherrar skipað fjölda sérstakra saksóknara í gegnum áratugina og skipanirnar alltaf verið staðfestar af dómstólum, þar á meðal Hæstarétti. Málið varðar, sem fyrr segir, trúnaðargögn sem Trump er ákærður fyrir að hafa tekið ólöglega með sér úr Hvíta húsinu og neitað að afhenda rannsakendum. Yfir 100 slík skjöl fundust á heimili hans. Cannon hefur áður verið gerð afturreka með ákvörðun í málinu, þegar hún skipaði sérstakan dómara til að fara yfir þau gögn sem voru tekin af heimili Trump. Áfrýjunardómstóll snéri þeirri ákvörðun. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Smith var skipaður til að fara með málið af dómsmálaráðherranum Merrick Garland en Cannon vísaði því frá í heild á þeirri forsendu að hann hefði ekki verið rétt skipaður og færi með alltof mikil völd þegar horft væri til þess að þingið hefði ekki fjallað um skipunina. Cannon, sem var skipuð af Trump, gerði engar athugasemdir við málatilbúnaðinn gegn forsetaframbjóðandanum heldur gerði einungis athugasemdir við skipun Smith, vald hans og titil. Smith, sem var skipaður „sérstakur saksóknari“ (e. special counsel), sagði í rökstuðningi sínum fyrir áfrýjunardómstólnum að Garland hefði sannarlega haft heimild til að taka ákvörðun um skipunina og að Cannon hefði farið gegn fjölda dómafordæma. Að sögn Smith hafa dómsmálaráðherrar skipað fjölda sérstakra saksóknara í gegnum áratugina og skipanirnar alltaf verið staðfestar af dómstólum, þar á meðal Hæstarétti. Málið varðar, sem fyrr segir, trúnaðargögn sem Trump er ákærður fyrir að hafa tekið ólöglega með sér úr Hvíta húsinu og neitað að afhenda rannsakendum. Yfir 100 slík skjöl fundust á heimili hans. Cannon hefur áður verið gerð afturreka með ákvörðun í málinu, þegar hún skipaði sérstakan dómara til að fara yfir þau gögn sem voru tekin af heimili Trump. Áfrýjunardómstóll snéri þeirri ákvörðun.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira