Stúkan: Blikar öflugir án Jasonar Daða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 10:33 Jason Daði Svanþórsson yfirgaf Blika í sumar og samdi við enska félagið Grimsby. Vísir / Hulda Margrét Breiðablik missti einn sinn besta leikmann á miðju sumri en Blikar hafa þrátt fyrir það gefið í og eru nú komnir upp í toppsætið í Bestu deildinni. Stúkan ræddi Blikaliðið í nýjasta þætti sínum. „Blikar eru komnir á toppinn og það höfðu kannski ekki allir trú á því eftir að þeir misstu af einn af sínum aðalmönnum undanfarin tímabil. Jason Daði Svanþórsson fór til Grimsby. Það höfðu margir áhyggjur þá,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Þar á meðal ég „Já og þar á meðal ég. Ég taldi ekki líklegt að Blikar gætu barist um titilinn þegar þeir misstu Jason Daða. Þeir hafa heldur betur stigið upp,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. Stúkan sýndi tölfræði Blika í leikjum án Jasonar Daða. Liðið hefur spilað sjö leiki í Bestu deildinni án hans og ekki tapað enn. Samtals eru þeirra fimm sigrar, tvö jafntefli og átján mörk skoruð í sjö leikjum. Ísak Snær að nálgast sitt besta form „Auðvitað hafa aðrir stigið upp. Ísak Snær [Þorvaldsson] er að nálgast sitt besta form. Ef við tökum bara síðustu leiki hjá honum þá sækir hann tvö víti á móti Fylki, skorar mark gegn Stjörnunni, mark gegn Val og mark gegn Fram. Svo sækir hann víti í þessum leik. Davið Ingvarsson hefur líka komið sterkur inn,“ sagði Albert Brynjar. „Jason Daði er búinn að vera lykilmaður í þessu liði síðustu tímabil og ég held að flestir hafi verið þar að með því að missa hann þá voru þeir búnir að útiloka Blika í titilbaráttunni,“ sagði Albert. Gísli mikilvægur „Jason var mikið meiddur í fyrra og náði ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra. Það er frekar það að maður hefur verð að fylgjast með þeim jafna sig á því að Gísli [Eyjólfsson] fór. Gísli var gríðarlega mikilvægur fyrir þá,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Það má horfa á umfjöllunina um Breiðabliksliðið hér fyrir neðan. Klippa: Blikar öflugir án Jasons Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Blikar eru komnir á toppinn og það höfðu kannski ekki allir trú á því eftir að þeir misstu af einn af sínum aðalmönnum undanfarin tímabil. Jason Daði Svanþórsson fór til Grimsby. Það höfðu margir áhyggjur þá,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Þar á meðal ég „Já og þar á meðal ég. Ég taldi ekki líklegt að Blikar gætu barist um titilinn þegar þeir misstu Jason Daða. Þeir hafa heldur betur stigið upp,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. Stúkan sýndi tölfræði Blika í leikjum án Jasonar Daða. Liðið hefur spilað sjö leiki í Bestu deildinni án hans og ekki tapað enn. Samtals eru þeirra fimm sigrar, tvö jafntefli og átján mörk skoruð í sjö leikjum. Ísak Snær að nálgast sitt besta form „Auðvitað hafa aðrir stigið upp. Ísak Snær [Þorvaldsson] er að nálgast sitt besta form. Ef við tökum bara síðustu leiki hjá honum þá sækir hann tvö víti á móti Fylki, skorar mark gegn Stjörnunni, mark gegn Val og mark gegn Fram. Svo sækir hann víti í þessum leik. Davið Ingvarsson hefur líka komið sterkur inn,“ sagði Albert Brynjar. „Jason Daði er búinn að vera lykilmaður í þessu liði síðustu tímabil og ég held að flestir hafi verið þar að með því að missa hann þá voru þeir búnir að útiloka Blika í titilbaráttunni,“ sagði Albert. Gísli mikilvægur „Jason var mikið meiddur í fyrra og náði ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra. Það er frekar það að maður hefur verð að fylgjast með þeim jafna sig á því að Gísli [Eyjólfsson] fór. Gísli var gríðarlega mikilvægur fyrir þá,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Það má horfa á umfjöllunina um Breiðabliksliðið hér fyrir neðan. Klippa: Blikar öflugir án Jasons
Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira