Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orðróminn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 13:32 Taylor Swift dásamar Charli XCX í nýlegu viðtali en orðið á götunni er að Charlie hafi samið svokallað „diss“ lag um Taylor. George Pimentel/LP5/Getty Images for TAS Tónlistarkonan og nýkrýnda popp prinsessan Charlie XCX hefur sjaldan verið vinsælli og platan hennar Brat var að mati margra stærsta popp plata sumarsins. Hún er því á margra vörum og hafa meðal annars komið upp slúðursagnir að eitt lag af plötunni sé um Taylor Swift. Þessar súperstjörnur hafa þekkst í mörg ár og var Charlie meðal annars upphitunaratriðið á tónleikaferðalagi Taylor árið 2018. Charlie er trúlofuð trommaranum í hljómsveitinni 1975 en Taylor var í stuttu sambandi með aðalsöngvara sömu sveitar. Aðdáendur virðast sannfærðir um að Charlie skjóti á Taylor. Lagið sem um ræðir heitir „Sympathy is a Knife“ og syngur Charlie meðal annars að hún vilji alls ekki sjá „hana“ baksviðs á tónleikum kærastans síns og gefur til kynna að Taylor sé betri en hún. Charlie hefur þó ekki viljað fara djúpt í texta lagsins. „Fólk má hugsa það sem það vill. Þetta fjallar um mig, mínar tilfinningar og kvíðann minn og hvernig heilinn minn býr til söguþráð þegar ég er óörugg. Sömuleiðis hvað ég á erfitt með að vera í aðstæðum þar sem mér líður óþægilega,“ segir Charlie um málið. Taylor Swift virðist hins vegar ekki taka þessu persónulega en hún dásamaði Charlie nýverið í viðtali við New York Magazine. „Ég hef verið agndofa yfir tónlistar hæfileikum Charlie síðan ég heyrði fyrst lagið hennar Stay Away árið 2011. Textarnir hennar eru óraunverulega góðir alltaf. Hún fer með lag á staði sem maður býst aldrei við og hún hefur verið að gera það stöðugt í yfir áratug. Ég elska að sjá alla þessa vinnu borga sig.“ Eins og áður segir er Charlie að eiga risa stórt ár. Hún er með rúmlega 45 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify, platan Brat er með hundruði milljóna streyma og lagið Guess, nýjasti smellur hennar og Billie Eilish, fór beint í 12. sæti eftirsótta bandaríska lagalistans Billboard Hot 100. Þá hefur hún verið vinsæl á samfélagsmiðlum, Brat summer sem vísar í plötuna varð eitt vinsælast trend sumarsins sem vísar í plötuna og fjölmargir á TikTok lærðu dans við lagið hennar Apple. @brookieandjessie brat summer 💚 ♬ Apple - Charli xcx Nýverið var hún svo í forsíðumyndatöku hjá stórljósmyndaranum David LaChapelle en hann hefur myndað allar heitustu stjörnurnar, allt frá Paris Hilton yfir í Björk. Myndirnar birtust meðal annars í sama tímariti og birti viðtalið við Taylor, New York Magazine. View this post on Instagram A post shared by Charli (@charli_xcx) View this post on Instagram A post shared by David LaChapelle (@david_lachapelle) Tónlist Hollywood Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þessar súperstjörnur hafa þekkst í mörg ár og var Charlie meðal annars upphitunaratriðið á tónleikaferðalagi Taylor árið 2018. Charlie er trúlofuð trommaranum í hljómsveitinni 1975 en Taylor var í stuttu sambandi með aðalsöngvara sömu sveitar. Aðdáendur virðast sannfærðir um að Charlie skjóti á Taylor. Lagið sem um ræðir heitir „Sympathy is a Knife“ og syngur Charlie meðal annars að hún vilji alls ekki sjá „hana“ baksviðs á tónleikum kærastans síns og gefur til kynna að Taylor sé betri en hún. Charlie hefur þó ekki viljað fara djúpt í texta lagsins. „Fólk má hugsa það sem það vill. Þetta fjallar um mig, mínar tilfinningar og kvíðann minn og hvernig heilinn minn býr til söguþráð þegar ég er óörugg. Sömuleiðis hvað ég á erfitt með að vera í aðstæðum þar sem mér líður óþægilega,“ segir Charlie um málið. Taylor Swift virðist hins vegar ekki taka þessu persónulega en hún dásamaði Charlie nýverið í viðtali við New York Magazine. „Ég hef verið agndofa yfir tónlistar hæfileikum Charlie síðan ég heyrði fyrst lagið hennar Stay Away árið 2011. Textarnir hennar eru óraunverulega góðir alltaf. Hún fer með lag á staði sem maður býst aldrei við og hún hefur verið að gera það stöðugt í yfir áratug. Ég elska að sjá alla þessa vinnu borga sig.“ Eins og áður segir er Charlie að eiga risa stórt ár. Hún er með rúmlega 45 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify, platan Brat er með hundruði milljóna streyma og lagið Guess, nýjasti smellur hennar og Billie Eilish, fór beint í 12. sæti eftirsótta bandaríska lagalistans Billboard Hot 100. Þá hefur hún verið vinsæl á samfélagsmiðlum, Brat summer sem vísar í plötuna varð eitt vinsælast trend sumarsins sem vísar í plötuna og fjölmargir á TikTok lærðu dans við lagið hennar Apple. @brookieandjessie brat summer 💚 ♬ Apple - Charli xcx Nýverið var hún svo í forsíðumyndatöku hjá stórljósmyndaranum David LaChapelle en hann hefur myndað allar heitustu stjörnurnar, allt frá Paris Hilton yfir í Björk. Myndirnar birtust meðal annars í sama tímariti og birti viðtalið við Taylor, New York Magazine. View this post on Instagram A post shared by Charli (@charli_xcx) View this post on Instagram A post shared by David LaChapelle (@david_lachapelle)
Tónlist Hollywood Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira