Innlent

Starfs­hópi falið að skoða slysið og styttist í niður­stöður krufninga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Forsætisráðherra segist hugsi yfir því að ekki hafi verið tekið tillit til skýrslu, sem unnin var fyrir Vatnajökulsþjóðgarð 2017, þar sem varað er við íshellaferðum að sumarlagi. Starfshópi hefur verið falið að taka slysið á Breiðamerkurjökli til skoðunar.

Þá heyrum við í framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, sem segir mikilvægt að ferðaþjónustan, þjóðgarðurinn og stjórnkerfið taki öryggismenningu sína vel til skoðunar til að koma í veg fyrir annað slys.

Tengsl grunaðs manns við hjón á áttræðisaldri, sem fundust látin í Neskaupstað á fimmtudag, voru hvorki djúp né mikil eftir því sem lögregla kemst næst. Niðurstöður krufninga munu liggja fyrir fljótlega.

Alvarleg staða er komin upp hjá liðsfélögum sænska knattspyrnuliðsins Rosengård, þar á meðal Guðrúnu Arnardóttur, vegna hótana sem borist hafa undanfarna daga.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 27. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×