Innlent

Þyrlur í lág­flugi við eld­gosið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þyrla í um sjötíu metra hæð við eldgosið í gær. Myndin er tekin úr dróna Björns Steinbekk.
Þyrla í um sjötíu metra hæð við eldgosið í gær. Myndin er tekin úr dróna Björns Steinbekk. Björn Steinbekk

Þyrlur með ferðamenn hafa verið á flugi við eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni síðan byrjaði að gjósa á fimmtudagskvöldið. Sumar hafa hætt sér ansi nálægt gígnum.

Björn Steinbekk drónaflugmaður hefur verið nærri eldstöðvunum eins og í fyrri gosum. Í samtali við fréttastofu segir hann hafa verið áberandi í gær hve nálægt gígnum þyrluflugmennirnir fóru.

Einn þyrluflugmaðurinn hafi farið niður í um sjötíu metra hæð sem er í svipaðri hæð og Björn var með dróna sinn. Bannað er að fljúga þyrlum og flugvélum undir fimm hundruð fetum utan þéttbýlis hér á landi. Það svarar til 152 metra.

Að sama skapi mega drónar ekki fara upp fyrir 120 metra hæðina.


Tengdar fréttir

Börn sofi ekki úti í vagni vegna gosmóðu

Þess má vænta að töluverð gosmóða og reykur frá gróðureldum vegna eldgossins við Sundhnúksgíga leggist yfir byggð í dag. Gosvirkni hefur verið stöðug í nótt og strókavirkni kröftug.

Sýnileg gasmengun en ekki hættuleg

Gasmengun mælist í Reykjanesbæ og nágrenni vegna eldgossins sem enn mallar á Reykjanesskaga. Að sögn náttúruvársérfræðings stafar ekki hætta af menguninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×