Cancelo frekar til Al Hilal en Ronaldo og félaga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2024 19:32 Cancelo lék með Barcelona á síðustu leiktíð en liðið vildi ekki fá hann í sínar raðir að tímabilinu loknu. Vísir/Getty Images Hinn portúgalski João Cancelo er genginn í raðir Al Hilal í Sádi-Arabíu. Vekur það athygli þar sem Al Hilal er ríkjandi meistari og Al Nassr, lið Cristiano Ronaldo, þarf nauðsynlega á liðsstyrk að halda. Cancelo var ekki í myndinni hjá Pep Guardiola, þjálfara Englandsmeistara Manchester City, og hefur í raun ekki verið það undanfarið eitt og hálft ár. Hann var lánaður til Bayern München í ársbyrjun 2023 og svo til Barcelona á síðustu leiktíð. Nú hefur verið greint frá að þessi þrítugi bakvörður sé mættur til Sádi-Arabíu. Borgar Al Hilal rúmlega 21 milljón sterlingspunda eða 3,8 milljarða íslenskra króna til að fá leikmanninn í sínar raðir. Hann skrifar undir þriggja ára samning og er sagður fá tæplega 2,8 milljarða íslenskra króna í árslaun. 🎥 "João Cancelo" rises from the heights of the planet... to #AlHilal 💙#CanceloIsHilali 🤩 pic.twitter.com/1lHJZOKT6A— AlHilal Saudi Club (@Alhilal_EN) August 27, 2024 Athygli vekur að Cancelo sé að ganga í raðir meistaraliðs Al Hilal en ekki samkeppnisaðilanna sem einnig eru í eigu PIF, opinbera fjárfestingarsjóðs Sádi-Arabíu. Al Hilal byrjaði tímabilið á öruggum 3-0 sigri þar sem Aleksandar Mitrović skoraði tvö og samlandi hans Sergej Milinković-Savić það þriðja. Önnur þekkt nöfn í liði Al Hilal eru markvörðurinn Bono, miðvörðurinn Kalidou Koulibaly, bakvörðurinn Renan Lodi og portúgalski miðjumaðurinn Rúben Neves. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Cancelo var ekki í myndinni hjá Pep Guardiola, þjálfara Englandsmeistara Manchester City, og hefur í raun ekki verið það undanfarið eitt og hálft ár. Hann var lánaður til Bayern München í ársbyrjun 2023 og svo til Barcelona á síðustu leiktíð. Nú hefur verið greint frá að þessi þrítugi bakvörður sé mættur til Sádi-Arabíu. Borgar Al Hilal rúmlega 21 milljón sterlingspunda eða 3,8 milljarða íslenskra króna til að fá leikmanninn í sínar raðir. Hann skrifar undir þriggja ára samning og er sagður fá tæplega 2,8 milljarða íslenskra króna í árslaun. 🎥 "João Cancelo" rises from the heights of the planet... to #AlHilal 💙#CanceloIsHilali 🤩 pic.twitter.com/1lHJZOKT6A— AlHilal Saudi Club (@Alhilal_EN) August 27, 2024 Athygli vekur að Cancelo sé að ganga í raðir meistaraliðs Al Hilal en ekki samkeppnisaðilanna sem einnig eru í eigu PIF, opinbera fjárfestingarsjóðs Sádi-Arabíu. Al Hilal byrjaði tímabilið á öruggum 3-0 sigri þar sem Aleksandar Mitrović skoraði tvö og samlandi hans Sergej Milinković-Savić það þriðja. Önnur þekkt nöfn í liði Al Hilal eru markvörðurinn Bono, miðvörðurinn Kalidou Koulibaly, bakvörðurinn Renan Lodi og portúgalski miðjumaðurinn Rúben Neves.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira