Innlent

Hafa grun um það hver maðurinn er

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Fjaran við Álftanes.
Fjaran við Álftanes. Vísir/Henry

Lögreglu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi sé maður sem hefur verið saknað í um það bil mánuð. Málið er ekki rannsakað sem sakamál.

„Það er náttúrulega mánuður síðan manns var saknað þarna, og það er grunur um að það sé um sama mann að ræða. En við eigum eftir að fá það staðfest,“ segir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir að málið hafi ekki verið rannsakað sem sakamál hingað til, og verði það ekki nema eitthvað óvænt komi í ljós við líkskoðun.

Rétt fyrir hádegi í dag fannst maður látinn við fjöru á Álftanesi í dag. Gangandi vegfarendur komu að líkinu, en göngustígur er meðfram fjörunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×