Innherji

Sparkar út frum­lyfinu og mælir með hlið­stæðu Al­vot­ech við Humira

Hörður Ægisson skrifar
Róbert Wessman, forstjóri og aðaleigandi Alvotech, en félagið hóf að selja sitt stærsta lyf til þessa í Bandaríkjunum um mitt þetta ár.
Róbert Wessman, forstjóri og aðaleigandi Alvotech, en félagið hóf að selja sitt stærsta lyf til þessa í Bandaríkjunum um mitt þetta ár.

Einn af stóru innkaupaaðilunum á bandarískum lyfjamarkaði hefur ákveðið að fjarlægja framleiðenda frumlyfsins Humira, eitt mesta selda lyf þar í landi um árabil, af endurgreiðslulistum sínum og þess í stað mæla með þremur líftæknilyfjahliðstæðum, meðal annars frá Alvotech. Hlutdeild AbbVie á Humira-markaðnum hefur farið minnkandi eftir að annar innkauparisi tók sömu ákvörðun í upphafi ársins.


Tengdar fréttir

Er­lendur sjóður fjár­festi í Al­vot­ech fyrir meira en tvo milljarða

Hlutabréfasjóðir hjá Redwheel, alþjóðlegt sjóðastýringarfélag sem hefur nýverið byggt upp stöðu Heimum, fjárfestu á sambærilegum tíma fyrir jafnvirði meira en tvo milljarða króna í líftæknilyfjafélaginu Alvotech á íslenska markaðinum undir lok síðustu viku. Eftir skarpt verðfall á hlutabréfaverði félagsins hefur það rétt úr kútnum að undanförnu samtímis meðal annars fregnum um aukið innflæði erlendra sjóða í bréfin og góðum gangi í sölu á stærsta lyfi Alvotech í Bandaríkjunum.

Náð um tuttugu prósenta hlut­deild ör­fáum vikum eftir að salan hófst

Rétt ríflega einum mánuði eftir að dótturfélag heilbrigðistryggingarisans Cigna Group hóf sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum hefur það náð hátt í tuttugu prósenta markaðshlutdeild innan tryggingarkerfisins. Stjórnendur Cigna segjast gera ráð fyrir miklum vaxtarbroddi í sölu á líftæknilyfjahliðstæðum á næstu árum.

Gengi bréfa Al­vot­ech rýkur upp með inn­komu er­lendra sjóða­stýringar­risa

Nokkrir stórir erlendir hlutabréfasjóðir bættust nýir inn í hluthafahóp Alvotech á öðrum fjórðungi eftir að hafa staðið að kaupum á bréfum á markaði í Bandaríkjunum fyrir samanlagt jafnvirði marga milljarða króna. Skortur á fjárfestingu frá erlendum sjóðum hefur haft neikvæð áhrif á gengisþróun Alvotech að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins rauk upp í Kauphöllinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×