Fótbolti

„Aron kemst ekki í lands­liðið á meðan hann spilar fyrir Þór“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ef Aron Einar ætlar að spila fleiri landsleiki með Gylfa þá þarf hann að skipta um félag.
Ef Aron Einar ætlar að spila fleiri landsleiki með Gylfa þá þarf hann að skipta um félag. vísir / vilhelm

Staða fyrrum landsliðsfyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar, var rædd á blaðamannafundi KSÍ fyrr í dag.

Aron Einar var ekki valinn í hópinn að þessu sinni en hann hefur undanfarið verið að spila fyrir uppeldisfélag sitt, Þór, í Lengjudeildinni.

„Við höfum verið í sambandi og það er ánægjulegt að heyra að hann sé að styrkjast eftir erfið meiðsli,“ sagði Åge Hareide landsliðsþjálfari á sínum venjubundna Teams-fundi frá Noregi.

„Það er aftur á móti alveg ljóst að Aron verður að spila í sterkari deild ef hann ætlar sér að komast í landsliðið. Hann verður ekki valinn á meðan hann spilar með Þór.“

Skýr skilaboð frá Hareide og verður áhugavert að sjá hvaða spor Aron stígur í vetur og hvort hann reyni fyrir sér á ný utan landsteinana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×