Veita fjölskyldunni alla viðeigandi aðstoð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 13:43 Frá björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul. Vísir/Vilhelm Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi veitir fjölskyldu karlmannsins sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn alla viðeigandi ræðisaðstoð. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sendiráðinu. Bandarískur karlmaður lést þegar ísveggur á Breiðamerkurjökli hrundi á hann. Kona hans varð einnig fyrir ísfargi og slasaðist alvarlega. Þau voru hluti af hópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Fyrirtækið hefur starfað fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. Ingólfur Abrahim Shahin, stjórnarformaður og stór hluthafi Guide to Iceland, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Í skriflegu svari bandaríska sendiráðsins við fyrirspurn fréttastofu vegna slyssins segir: „Í neyðartilvikum sem þessum veitir utanríkisráðuneytið fjölskyldu bandaríska ríkisborgarans alla viðeigandi ræðisaðstoð. Af virðingu við friðhelgi fjölskyldunnar munum við ekki tjá okkur frekar um málið að svo stöddu.“ Slys á Breiðamerkurjökli Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir að reyndir leiðsögumenn hefðu ekki farið í íshellinn Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56 Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. 28. ágúst 2024 10:51 „Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Bandarískur karlmaður lést þegar ísveggur á Breiðamerkurjökli hrundi á hann. Kona hans varð einnig fyrir ísfargi og slasaðist alvarlega. Þau voru hluti af hópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Fyrirtækið hefur starfað fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. Ingólfur Abrahim Shahin, stjórnarformaður og stór hluthafi Guide to Iceland, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Í skriflegu svari bandaríska sendiráðsins við fyrirspurn fréttastofu vegna slyssins segir: „Í neyðartilvikum sem þessum veitir utanríkisráðuneytið fjölskyldu bandaríska ríkisborgarans alla viðeigandi ræðisaðstoð. Af virðingu við friðhelgi fjölskyldunnar munum við ekki tjá okkur frekar um málið að svo stöddu.“
Slys á Breiðamerkurjökli Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir að reyndir leiðsögumenn hefðu ekki farið í íshellinn Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56 Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. 28. ágúst 2024 10:51 „Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Segir að reyndir leiðsögumenn hefðu ekki farið í íshellinn Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56
Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. 28. ágúst 2024 10:51
„Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36