Lárus baunar á Hareide: Erfitt að lesa í skilaboðin úr norska garðskálanum Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 22:30 Lárus Orri Sigurðsson er sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í útsendingum frá leikjum íslenska landsliðsins, og því með það hlutverk að vega og meta störf Åge Hareide. Samsett/Getty/Stöð 2 Sport Ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, varðandi Aron Einar Gunnarsson, hittu ekki beinlínis í mark í Þorpinu á Akureyri. Hareide tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Það gerði Norðmaðurinn venju samkvæmt í gegnum tölvu, á Teams-fjölmiðlafundi, en gagnrýnt hefur verið að Hareide skuli ekki mæta til landsins til að halda fjölmiðlafundi. Hareide valdi meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, aftur í landsliðið en var einnig spurður út í stöðu félaga Gylfa á miðju íslenska liðsins til fjölda ára, Aron Einar, sem er í dag leikmaður uppeldisfélags síns Þórs. „Við höfum verið í sambandi og það er ánægjulegt að heyra að hann sé að styrkjast eftir erfið meiðsli,“ sagði Hareide en bætti við: „Það er aftur á móti alveg ljóst að Aron verður að spila í sterkari deild ef hann ætlar sér að komast í landsliðið. Hann verður ekki valinn á meðan hann spilar með Þór.“ Við þessi orð staldrar sérfræðingurinn Lárus Orri Sigurðsson, Þórsari og fyrrverandi landsliðsmaður, sem skrifar á Twitter: „Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl.“ Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl— Lárus Sigurðsson (@larussig) August 28, 2024 Það er nefnilega svo að Hareide fann pláss í landsliðshópi sínum fyrir Aron Einar haustið 2023, þegar Aron hafði ekki spilað fótbolta í marga mánuði, en hann var þá enn leikmaður Al-Arabi í Katar. Aron var þá valinn í landsliðsverkefni bæði í október og svo aftur í nóvember, og er nú kominn með 103 A-landsleiki. Hann er ásamt Birki Má Sævarssyni í 3.-4. sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands frá upphafi, einum leik á eftir Rúnari Kristinssyni og tíu á eftir þeim leikjahæsta í sögunni, Birki Bjarnasyni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Hareide tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Það gerði Norðmaðurinn venju samkvæmt í gegnum tölvu, á Teams-fjölmiðlafundi, en gagnrýnt hefur verið að Hareide skuli ekki mæta til landsins til að halda fjölmiðlafundi. Hareide valdi meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, aftur í landsliðið en var einnig spurður út í stöðu félaga Gylfa á miðju íslenska liðsins til fjölda ára, Aron Einar, sem er í dag leikmaður uppeldisfélags síns Þórs. „Við höfum verið í sambandi og það er ánægjulegt að heyra að hann sé að styrkjast eftir erfið meiðsli,“ sagði Hareide en bætti við: „Það er aftur á móti alveg ljóst að Aron verður að spila í sterkari deild ef hann ætlar sér að komast í landsliðið. Hann verður ekki valinn á meðan hann spilar með Þór.“ Við þessi orð staldrar sérfræðingurinn Lárus Orri Sigurðsson, Þórsari og fyrrverandi landsliðsmaður, sem skrifar á Twitter: „Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl.“ Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl— Lárus Sigurðsson (@larussig) August 28, 2024 Það er nefnilega svo að Hareide fann pláss í landsliðshópi sínum fyrir Aron Einar haustið 2023, þegar Aron hafði ekki spilað fótbolta í marga mánuði, en hann var þá enn leikmaður Al-Arabi í Katar. Aron var þá valinn í landsliðsverkefni bæði í október og svo aftur í nóvember, og er nú kominn með 103 A-landsleiki. Hann er ásamt Birki Má Sævarssyni í 3.-4. sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands frá upphafi, einum leik á eftir Rúnari Kristinssyni og tíu á eftir þeim leikjahæsta í sögunni, Birki Bjarnasyni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51