Fótbolti

Nuñez dæmdur í fimm leikja bann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nuñez, fyrir miðju, óð upp í stúku þar sem fjölskylda hans var staðsett.
Nuñez, fyrir miðju, óð upp í stúku þar sem fjölskylda hans var staðsett. Nick Tre. Smith/Getty Images

Darwin Nuñez, framherji Liverpool, mun missa af næstu fimm landsleikjum Úrúgvæ eftir að hafa verið dæmdur í fimm leikja bann. Þá fékk framherjinn sekt upp á nærri þrjár milljónir króna.

Nuñez lenti upp á kant við stuðningsmenn Kólumbíu eftir leik þjóðanna í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar, Copa América, í júlí. 

Nú hefur Conmebol, knattspyrnusamband Suður-Ameríku, dæmt Nuñez og fjóra liðsfélaga hans sem tóku þátt í ólátunum í bann.

Nuñez fékk þyngstu refsinguna en hann óð upp í stúku þar sem fjölskylda hans var staðsett þegar hann sá að allt var að fara fjandans til að leik loknum. Hann missir af leikjum Úrúgvæ gegn Paragvæ, Venesúela, Perú og Ekvador í undankeppni HM 2026.

Rodrigo Bentancur, miðjumaður Tottenham Hotspur, var dæmdur í fjögurra leikja bann og þá fengu Mathías Olivera (Napoli), Ronald Araújo (Barcelona) og José María Giménez (Atlético Madríd) allir þriggja leikja bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×