Lífið

Flóni er ein­hleypur

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Flóni skaust upp á stjörnuhiminn fyrir rúmum sjö árum.
Flóni skaust upp á stjörnuhiminn fyrir rúmum sjö árum. Vilhelm Gunnarsson

Tónlistarmaðurinn og rapparinn Friðrik Róbertsson sem betur er þekktur sem Flóni er einhleypur. Hann og barnsmóðir hans Hrafnkatla Unnarsdóttir hafa haldið hvort í sína áttina eftir þriggja ára samband. 

Flóni skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum og er einn hæfileikaríkasti rappari landsins. Þrátt fyrir frægðina og að vera þekktur fyrir einlægni sína veitir hann sjaldan viðtöl. Hann sagðist í samtali við Vísi í fyrra vera frekar prívat. 

Í því viðtali sagði Flóni föðurhlutverkið hafa breytt sýn hans á lífið. Flóni sagðist hafa tekið ákvörðun um það eftir komu sonarins í heiminn að snúa blaðinu við og segja skilið við fyrri lífsstíl.

„Hins vegar er engin skömm í því að hafa djammað og lifað þeim lífsstíl sem ég gerði áður fyrr. Tónlistin getur sogað að sér allskonar hluti. Áfengi var aldrei neitt vandamál fyrir mér, nema fyrir þær sakir að valda mér kvíða. En öllu eitri fylgir þunglyndi og ég þurfti að taka mig saman í andlitinu. Ég veit hreinlega ekki hvort ég væri hér í dag ef ég hefði ekki gert það á sínum tíma.“

Syngur um sambandsslit í sínu nýjasta lagi

Í apríl síðastliðnum gaf rapparinn út nýtt lag. Lagið heitir einfaldlega Sárum. Í texta lagsins er viðfangsefnið ástin og þá sérstaklega sambandsslit. Vísað er til einstaklings sem situr eftir í sárum.

Ég gaf þér allt sem ég gat en það var ekki nóg. Fórst að efast um ástina sem við áttum. Langur tími er liðinn, ég er ennþá að jafna mig.

Flóni er eins og áður segir einn af einlægustu listamönnum þjóðarinnar. Hann hefur þegar gefið út plöturnar Floni árið 2017 og svo Floni 2 árið 2019. Í viðtali við Vísi í fyrra sagðist hann stefna á að gefa út þriðju plötuna, gera þetta að þríleik. Sagðist hann ekki útiloka að það yrði hans síðasta plata.

„Við lifum á svo skrítnum tímum, ekki síst hvað varðar tónlist. Hraðinn er gífurlegur og þessa stundina vil ég einbeita mér eins mikið og ég get að gera allt eins vel og ég get. Það hafa margir kvartað yfir því að ég sé ekki löngu búinn að gefa frá mér nýtt efni en góðir hlutir gerast hægt og þetta er plata sem á að vera tímalaus, rétt eins og hinar.“

Hjartað í örum þú skildir eftir far. Ekkert sem ég geri getur lagað það. Sársaukinn hann fer ekki, þessir leikir eru að drepa mig. Á næturnar ég sef ekki. Var þetta allt ekki fyrir neitt?

Lagið má hlusta á í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×