Chiesa, sem er 26 ára gamall, skrifaði undir samning til fjögurra ára við Liverpool.
Hann er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til Liverpool eftir að Arne Slot tók við sem stjóri félagsins í sumar. Félagaskiptaglugginn á Englandi lokast annað kvöld. Áður hafði félagið keypt markvörðinn Giorgi Mamardashvili frá Valencia en lánað hann jafnharðan aftur til Spánar.
#BenvenutoFederico 👋🇮🇹 pic.twitter.com/WTT15qBCPV
— Liverpool FC (@LFC) August 29, 2024
Chiesa var í stóru hlutverki með ítalska landsliðinu þegar það varð Evrópumeistari árið 2021 með sigri gegn Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley.
Hann var valinn í lið ársins á Ítalíu eftir fyrsta tímabilið sitt með Juventus, 2020-21, en meiddist illa í hné í janúar 2022 og þurfti að gangast undir aðgerð.
Hann skoraði níu mörk í 33 deildarleikjum með Juventus á síðustu leiktíð og átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.