Innlent

Sér­sveit kölluð til að­stoðar í Safa­mýri

Kjartan Kjartansson og Lovísa Arnardóttir skrifa
Sérsveitarmaður að störfum. Myndin er úr safni.
Sérsveitarmaður að störfum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Liðsmenn sérsveitar ríkislögreglustjóra voru kallaðir til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Safamýri nú í kvöld. Sjónarvottur segir að þar hafi maður ráðist að öðrum með hníf eftir orðaskipti.

Bjartur Ari Hansson, varðstjóri á lögreglustöð 1, vildi engar upplýsingar veita um aðgerðina í kvöld og vísaði til rannsóknarhagsmuna. Hann boðaði fréttatilkynningu frá lögreglunni um málið á ótilteknum tíma.

Mbl.is hafði eftir slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld að maður hefði verið særður eftir hnífaárás en að áverkar hans hefðu verið minniháttar.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×