Innlent

Í­búðin mikið skemmd eftir elds­voða

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Slökkvilið var kallað út í gærkvöldi.
Slökkvilið var kallað út í gærkvöldi. skessuhorn

Slökkvilið Akraness var kallað út í gærkvöldi vegna eldsvoða í íbúð í fjölbýlishúsi á Akranesi. Vel gekk að slökkva en íbúðin er mikið skemmd. 

Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri staðfestir þetta við fréttastofu en Skessuhorn greindi fyrst frá brunanum. Slökkvilið hafi fengið útkall um klukkan tíu mínútur í ellefu um eld og mikinn reyk í íbúð í Asparskógum, tveggja hæða fjölbýli.

„Þegar við mætum á staðinn er mikill reykur og eldur í íbúðinni, en þetta gekk vel og við náðum að koma í veg fyrir að þetta færi í aðrar íbúðir,“ segir Jens. „Það var ein manneskja í íbúðinni sem var komin út af sjálfsdáðum.“

Slökkvilið afhenti lögreglu vettvang sem sér um rannsókn á eldsupptökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×