Sveitarfélagið dæmt fyrir að brjóta á tónlistarkennurum Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2024 12:34 Frá Sauðárkróki þar sem finna má skrifstofur Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Aðsend/Lára Halla Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt Sveitarfélagið Skagafjörð til að greiða samtals þremur tónlistarkennurum fyrir þann tíma sem þeir vörðu í akstur til að komast á milli starfstöðva innan sveitarfélagsins. Sveitarfélagið var dæmt til að greiða einum kennaranum 2,7 milljónir króna, öðrum tónlistarkennaranum 2,1 milljón króna og þeim þriðja 1,9 milljónir króna, auk 900 þúsund króna í málskostnað í málum þeirra allra. Ágreiningur í málunum tveimur snýr að því hvort kennararnir hafi átt rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir ók milli starfsstöðva tónlistarskólans – á Sauðárkróki, á Hólum í Hjaltadal, Hofsósi og Varmahlíð – en einn kennarinn er búsettur á Hofsósi og hinir tveir á Sauðárkróki. Deilt var um túlkun á kjarasamningi og segir í dómunum að sú deila hafi staðið mjög lengi. Kennararnir hafi starfað lengi sem tónlistarkennarar og vildi sveitarfélagið meina að þeir hafi sýnt af sér tómlæti við innheimtu krafna. Dómari í málinu tók þó ekki undir þá kröfu. Taldir hafa uppfyllt vinnuskylduna Sveitarfélagið vildi auk þess meina að ósannað væri að kennararnir hafi í raun unnið fullan vinnutíma og að tíminn sem fór í akstur á milli starfstöðva hafi verið umfram vinnutíma. Kennararnir voru hins vegar á því að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu og að aksturstíminn væri umfram hana. Við ákvörðun um hvort nægjanleg sönnun væri fyrir því að kennararnir hafi uppfyllt vinnuskylduna leit dómari í málinu sérstaklega til yfirlýsingar og vættis skólastjóra tónlistarskólans um að kennararnir hafi gert það. „Það er niðurstaða dómsins að stefnandi hafi fært fram nægjanlega sönnu þess efnis að hún hafi skilað þeim vinnustundum sem honum bar á hverju ári en akstur milli starfsstöðva hafi verið þar fyrir utan. Fyrirmæli starfsmanna stefnda til skólastjóra í þá veru að skólastjóra bæri að skipuleggja starf skólans með þeim hætti að akstur rúmaðist innan árlegrar vinnuskyldu breyta engu þar um. Hafi skólastjórinn ekki farið eftir fyrirmælum yfirmanna sinna, og þau yfir höfuð framkvæmanleg innan þess sem fram kemur í kjarasamningi, er ekki við stefnanda að sakast í þeim efnum,“ segir í niðurstöðukafla eins dómanna sem eru að stórum hluta eins. Skagafjörður Dómsmál Vinnumarkaður Tónlistarnám Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Sveitarfélagið var dæmt til að greiða einum kennaranum 2,7 milljónir króna, öðrum tónlistarkennaranum 2,1 milljón króna og þeim þriðja 1,9 milljónir króna, auk 900 þúsund króna í málskostnað í málum þeirra allra. Ágreiningur í málunum tveimur snýr að því hvort kennararnir hafi átt rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir ók milli starfsstöðva tónlistarskólans – á Sauðárkróki, á Hólum í Hjaltadal, Hofsósi og Varmahlíð – en einn kennarinn er búsettur á Hofsósi og hinir tveir á Sauðárkróki. Deilt var um túlkun á kjarasamningi og segir í dómunum að sú deila hafi staðið mjög lengi. Kennararnir hafi starfað lengi sem tónlistarkennarar og vildi sveitarfélagið meina að þeir hafi sýnt af sér tómlæti við innheimtu krafna. Dómari í málinu tók þó ekki undir þá kröfu. Taldir hafa uppfyllt vinnuskylduna Sveitarfélagið vildi auk þess meina að ósannað væri að kennararnir hafi í raun unnið fullan vinnutíma og að tíminn sem fór í akstur á milli starfstöðva hafi verið umfram vinnutíma. Kennararnir voru hins vegar á því að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu og að aksturstíminn væri umfram hana. Við ákvörðun um hvort nægjanleg sönnun væri fyrir því að kennararnir hafi uppfyllt vinnuskylduna leit dómari í málinu sérstaklega til yfirlýsingar og vættis skólastjóra tónlistarskólans um að kennararnir hafi gert það. „Það er niðurstaða dómsins að stefnandi hafi fært fram nægjanlega sönnu þess efnis að hún hafi skilað þeim vinnustundum sem honum bar á hverju ári en akstur milli starfsstöðva hafi verið þar fyrir utan. Fyrirmæli starfsmanna stefnda til skólastjóra í þá veru að skólastjóra bæri að skipuleggja starf skólans með þeim hætti að akstur rúmaðist innan árlegrar vinnuskyldu breyta engu þar um. Hafi skólastjórinn ekki farið eftir fyrirmælum yfirmanna sinna, og þau yfir höfuð framkvæmanleg innan þess sem fram kemur í kjarasamningi, er ekki við stefnanda að sakast í þeim efnum,“ segir í niðurstöðukafla eins dómanna sem eru að stórum hluta eins.
Skagafjörður Dómsmál Vinnumarkaður Tónlistarnám Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira