Svarar engu um framboð til formanns Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. ágúst 2024 13:05 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. Bjarni segist mjög óánægður með 13,9 prósenta fylgi flokksins í nýrri könnun Maskínu. Hann segir að lyfta þurfi stefnumálum flokksins hærra. „Við erum mjög óánægð með að mælast þetta lág og verðum að taka það til okkar að við erum ekki að ná í gegn. Það hafa verið krefjandi aðstæður, meðal annars út af verðbólgunni, sem eru ekki að hjálpa okkur í þessu tilliti en nú er hún að lækka og við ætlum að halda áfram í baráttunni fyrir því að bæta lífskjörin.“ Aldrei tekið sinni stöðu sem sjálfsögðum hlut Bjarni segist aldrei hafa tekið sinni stöðu sem forrystumanns í flokknum sem sjálfsögðum hlut. Menn sem þekki söguna viti að hann hafi alltaf af auðmýkt boðið sína krafta fram. „Þannig verður það næst, að ég mun hugsa til landsfundarins sem uppgjörs, sem tækifæri flokksmanna til þess að velja forrystu inn í framtíðina. En í millitíðinni, áður en til landsfundar kemur, þá er ég að vinna alla daga, hörðum höndum að því að snúa þeirri stöðu við sem við horfum fram á í dag.“ Ætlarðu að gefa kost á þér til áframhaldandi formennsku á landsfundinum? „Það er mál sem ég verð að taka afstöðu til þegar nær dregur. Í dag er ég hér að starfa sem forsætisráðherra, í ríkisstjórn sem er með stjórnarsáttmála og þingið framundan, það eru verkefnin sem ég ætla að einbeita mér að núna og svo met ég stöðuna þegar nær dregur.“ Enginn beri meiri ábyrgð Bjarni segir engan bera meiri ábyrgð á stöðu flokksins heldur en formaður hans. Hann segist taka það til sín. „Ég er hinsvegar í baráttunni. Ég er alla daga að mæta til vinnu til þess að hafa áhrif, stefna flokksins nái í gegn. Sú barátta stendur yfir og ég er bjartsýnn á að við getum notað tímann til þess að ná árangri, getum snúið þessari stöðu við.“ Skerpa þurfi á stefnumálum flokksins í samtali við þjóðina og stilla upp öflugum framboðslistum um allt land. Fara í samtal um þau gildi sem flokkurinn trúi að skipti mestu fyrir þjóðina inn í framtíðina. Yfirlit yfir fylgi flokka í könnunum Maskínu.Grafík/Sara Mikill þorsti í að ræða stöðuna Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á morgun. Bjarni segist halda að það sé mikill þorsti hjá flokksmönnum að ræða stöðu flokksins. Hvernig flokkurinn eigi að bregðast við og hvað sé líklegast til að tryggja áframhaldandi árangur fyrir flokkinn. „Við segjum gjarnan og við teljum að sagan sýni það að þegar Sjálfstæðisflokknum gengur vel þá gengur þjóðinni vel, þess vegna teljum við að það sé gríðarlega mikið undir.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Bjarni segist mjög óánægður með 13,9 prósenta fylgi flokksins í nýrri könnun Maskínu. Hann segir að lyfta þurfi stefnumálum flokksins hærra. „Við erum mjög óánægð með að mælast þetta lág og verðum að taka það til okkar að við erum ekki að ná í gegn. Það hafa verið krefjandi aðstæður, meðal annars út af verðbólgunni, sem eru ekki að hjálpa okkur í þessu tilliti en nú er hún að lækka og við ætlum að halda áfram í baráttunni fyrir því að bæta lífskjörin.“ Aldrei tekið sinni stöðu sem sjálfsögðum hlut Bjarni segist aldrei hafa tekið sinni stöðu sem forrystumanns í flokknum sem sjálfsögðum hlut. Menn sem þekki söguna viti að hann hafi alltaf af auðmýkt boðið sína krafta fram. „Þannig verður það næst, að ég mun hugsa til landsfundarins sem uppgjörs, sem tækifæri flokksmanna til þess að velja forrystu inn í framtíðina. En í millitíðinni, áður en til landsfundar kemur, þá er ég að vinna alla daga, hörðum höndum að því að snúa þeirri stöðu við sem við horfum fram á í dag.“ Ætlarðu að gefa kost á þér til áframhaldandi formennsku á landsfundinum? „Það er mál sem ég verð að taka afstöðu til þegar nær dregur. Í dag er ég hér að starfa sem forsætisráðherra, í ríkisstjórn sem er með stjórnarsáttmála og þingið framundan, það eru verkefnin sem ég ætla að einbeita mér að núna og svo met ég stöðuna þegar nær dregur.“ Enginn beri meiri ábyrgð Bjarni segir engan bera meiri ábyrgð á stöðu flokksins heldur en formaður hans. Hann segist taka það til sín. „Ég er hinsvegar í baráttunni. Ég er alla daga að mæta til vinnu til þess að hafa áhrif, stefna flokksins nái í gegn. Sú barátta stendur yfir og ég er bjartsýnn á að við getum notað tímann til þess að ná árangri, getum snúið þessari stöðu við.“ Skerpa þurfi á stefnumálum flokksins í samtali við þjóðina og stilla upp öflugum framboðslistum um allt land. Fara í samtal um þau gildi sem flokkurinn trúi að skipti mestu fyrir þjóðina inn í framtíðina. Yfirlit yfir fylgi flokka í könnunum Maskínu.Grafík/Sara Mikill þorsti í að ræða stöðuna Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á morgun. Bjarni segist halda að það sé mikill þorsti hjá flokksmönnum að ræða stöðu flokksins. Hvernig flokkurinn eigi að bregðast við og hvað sé líklegast til að tryggja áframhaldandi árangur fyrir flokkinn. „Við segjum gjarnan og við teljum að sagan sýni það að þegar Sjálfstæðisflokknum gengur vel þá gengur þjóðinni vel, þess vegna teljum við að það sé gríðarlega mikið undir.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira