Enski boltinn

Chelsea biður um Sancho á láni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jadon Sancho kom inn á sem varamaður í leiknum um Samfélagsskjöldinn og klikkaði á víti í vítaspyrnukeppninni sem Manchester City vann.
Jadon Sancho kom inn á sem varamaður í leiknum um Samfélagsskjöldinn og klikkaði á víti í vítaspyrnukeppninni sem Manchester City vann. Getty Images/Neal Simpson

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur beðið um hinn sóknarsinnaða Jadon Sancho á láni frá Manchester United.

Chelsea hefur verið iðið við kolann á leikmannamarkaðnum í sumar og virðist ekki búið enn. Ásamt Sancho er félagið einnig orðað við Victor Osimhen, framherja Napoli.

Chelsea hefur haft áhuga á Sancho undanfarnar vikur og hefur sá áhugi ekki minnkað þar sem hann hefur ekki verið í leikmannahóp Man United í fyrstu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar 

Sancho var lánaður til Borussia Dortmund á síðustu leiktíð eftir að hafa lent upp á kant við Ten Hag. Þýska félagið virtist ekki tilbúið að kaupa leikmanninn eftir lánsdvölina þar sem hann kom við sögu í 23 leikjum, skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar.

Þar sem ekkert lið virðist tilbúið að kaupa Sancho hefur Chelsea ákveðið að gera lánstilboð en félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×