„Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 10:29 Eyþór segir að taka þurfi á hnífaburði ungmenna eins og um sé að ræða lýðheilsumál. Vísir/Arnar Öryggis- og löggæslufræðingur segir vafasamt ætli lögregla að fara að leita á ungmennum til að koma í veg fyrir hnífaburð. Það leiði líklega til þess að spjótum verði beint að börnum innflytjenda og fólki af erlendum uppruna. Eyþór Víðisson öryggis- og löggæslufræðingur ræddi hnífaburð ungmenna í Reykjavík síðdegis í gær. Hann segir þróunina sem á sér stað hérlendis í takt við það sem hefur verið í Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Við séum bara nokkrum árum á eftir. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali í gær að grípa þurfi inn í þessa þróun. Ríkisstjórnin ræði nú að taka forgangsröðun til endurskoðunar og vilji standi til að auka sýnileika lögreglu. „Það er alveg rétt hjá honum að þetta þarf að vera á borði nokkurra ráðuneyta, þetta á ekki bara heima hjá dómsmálaráðuneyti, ekki bara hjá félagsmálaráðuneyti, ekki bara heilbrigðis. Þetta er mikið samvinnuverkefni. Fyrir mér er þetta kannski minna löggæslumál en lýðheilsumál,“ segir Eyþór. Ekki sniðugt að stoppa og leita Hann segir að herða þurfi löggjöf og fara í forvarnaraðgerðir líkt og gert var fyrir nokkrum misserum til að sporna við reykingum ungmenna. Inntur eftir því hvort sniðugt væri af lögreglu að stöðva ungmenni og leita að hnífum segir Eyþór málið vera vandasamt. „Við þurfum aðeins að gæta okkar þegar kemur að því sem er kallað stoppa og leita. Að stoppa ungt fólk, að ástæðulausu jafnvel til að koma í veg fyrir hnífaburð,“ segir Eyþór. „Það sem gerist er að það er enginn staðalmynd af afbrotaunglingi. Þetta er bara venjulegt fólk sem er að gera hluti af sér. Misjafnlega alvarlega. Það sem lögregla fer svolítið að gera, og lögregla í Bretlandi hefur gert, er að þeir eru farnir að leita á lituðum ungmennum. Fólki af erlendum uppruna og fólk sem er í þeim hverfum þar sem hlutfall litaðra er hærra. Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum þar.“ Styður háar fjársektir Hann segist sjálfur þeirrar skoðunar að forvarnir og fræðsla séu rétta leiðin til að sporna við þessari þróun. „Ef við herðum viðurlögin, gerum þetta að svolítið stóru máli, þá kannski hugsa sig einhverjir um að taka með sér hníf í skólann eða á djammið. Það þá klárlega borgar sig ekki ef það eru sektir, eftirfylgni, barnavernd, lögregla, skólinn. Að það verði svolítið mál að vera tekinn með hníf. Það er í rauninni ekkert mál núna,“ segir Eyþór. „Svo er ég frekar hrifinn af sektum. Ef menn eru orðnir átján ára þá á bara að sekta. Hvað ertu að gera með hníf í miðbænum á Menningarnótt? Þú ert ekki að veiða, þú ert ekki smiður. 60 þúsund, 90 þúsund. Bara aðeins til að slá á úlnliðinn á fólki.“ Hlusta má á viðtalið við Eyþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13 Þörf á fleiri lögreglumönnum á djammið í Reykjavík Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum. 29. ágúst 2024 21:02 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Eyþór Víðisson öryggis- og löggæslufræðingur ræddi hnífaburð ungmenna í Reykjavík síðdegis í gær. Hann segir þróunina sem á sér stað hérlendis í takt við það sem hefur verið í Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Við séum bara nokkrum árum á eftir. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali í gær að grípa þurfi inn í þessa þróun. Ríkisstjórnin ræði nú að taka forgangsröðun til endurskoðunar og vilji standi til að auka sýnileika lögreglu. „Það er alveg rétt hjá honum að þetta þarf að vera á borði nokkurra ráðuneyta, þetta á ekki bara heima hjá dómsmálaráðuneyti, ekki bara hjá félagsmálaráðuneyti, ekki bara heilbrigðis. Þetta er mikið samvinnuverkefni. Fyrir mér er þetta kannski minna löggæslumál en lýðheilsumál,“ segir Eyþór. Ekki sniðugt að stoppa og leita Hann segir að herða þurfi löggjöf og fara í forvarnaraðgerðir líkt og gert var fyrir nokkrum misserum til að sporna við reykingum ungmenna. Inntur eftir því hvort sniðugt væri af lögreglu að stöðva ungmenni og leita að hnífum segir Eyþór málið vera vandasamt. „Við þurfum aðeins að gæta okkar þegar kemur að því sem er kallað stoppa og leita. Að stoppa ungt fólk, að ástæðulausu jafnvel til að koma í veg fyrir hnífaburð,“ segir Eyþór. „Það sem gerist er að það er enginn staðalmynd af afbrotaunglingi. Þetta er bara venjulegt fólk sem er að gera hluti af sér. Misjafnlega alvarlega. Það sem lögregla fer svolítið að gera, og lögregla í Bretlandi hefur gert, er að þeir eru farnir að leita á lituðum ungmennum. Fólki af erlendum uppruna og fólk sem er í þeim hverfum þar sem hlutfall litaðra er hærra. Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum þar.“ Styður háar fjársektir Hann segist sjálfur þeirrar skoðunar að forvarnir og fræðsla séu rétta leiðin til að sporna við þessari þróun. „Ef við herðum viðurlögin, gerum þetta að svolítið stóru máli, þá kannski hugsa sig einhverjir um að taka með sér hníf í skólann eða á djammið. Það þá klárlega borgar sig ekki ef það eru sektir, eftirfylgni, barnavernd, lögregla, skólinn. Að það verði svolítið mál að vera tekinn með hníf. Það er í rauninni ekkert mál núna,“ segir Eyþór. „Svo er ég frekar hrifinn af sektum. Ef menn eru orðnir átján ára þá á bara að sekta. Hvað ertu að gera með hníf í miðbænum á Menningarnótt? Þú ert ekki að veiða, þú ert ekki smiður. 60 þúsund, 90 þúsund. Bara aðeins til að slá á úlnliðinn á fólki.“ Hlusta má á viðtalið við Eyþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13 Þörf á fleiri lögreglumönnum á djammið í Reykjavík Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum. 29. ágúst 2024 21:02 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26
Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13
Þörf á fleiri lögreglumönnum á djammið í Reykjavík Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum. 29. ágúst 2024 21:02