Innlent

Hand­tóku tvo unga menn eftir að upp­tökur voru skoðaðar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Talsvert var um slagsmál í miðborginni í nótt. Mynd er úr safni.
Talsvert var um slagsmál í miðborginni í nótt. Mynd er úr safni. Vísir/kolbeinn tumi

Tveir hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ráðist á ungan mann í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Árásin náðist á upptöku öryggismyndavélar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu um verkefni næturinnar nú í morgun. Þar kom fram að hópur manna hefði ráðist á einn og atlagan náðst á myndband. Árásarmenn hefðu flúið vettvang. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa tveir árásarmannanna nú verið handteknir. Þeir eru fæddir 2006 og 2003, 18 og 21 árs gamlir. Sá sem ráðist var á er einnig fæddur 2003. Hann er ekki mikið særður eftir árásina, þó að sparkað hafi verið í höfuð hans liggjandi. 


Tengdar fréttir

Náðu líkamsárás á myndband

Myndband náðist af hópi manna ráðast á einn á fimmta tímanum í nótt. Mennirnir flúðu vettvang en málið er nú í rannsókn. Mikið var um útköll tengd ölvun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×