Fótbolti

Mikael snéri við leiknum í seinni hálf­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikael Neville Anderson er í íslenska landsliðnu og hann er að gera flotta hluti með AGF í dönsku deildinni.
Mikael Neville Anderson er í íslenska landsliðnu og hann er að gera flotta hluti með AGF í dönsku deildinni. Getty/Catherine Ivill

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson var allt í öllu í Árósum í dag þegar AGF vann góðan heimasigur og komst á toppinn í dönsku úrvalsdeildinni.

AGF vann þá 4-2 heimasigur á Nordsjælland þrátt fyrir að lenda undir.

AGF var 1-2 undir í hálfleik þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum eftir aðeins tíu mínútna leik. Nordsjælland svaraði með tveimur mörkum.

Mikael Neville snéri hins vegar við leiknum á upphafsmínútum seinni hálfleiksins.

Fyrst lagði hann upp mark fyrir Tobias Bech á 49. mínútu og Mikael skoraði síðan sjálfur fjórum mínútum síðar. Markið skoraði Mikael með skoti fyrir utan vítateiginn.

Fjórða markið skoraði síðan Frederik Tingager mínútu fyrir leikslok og sigurinn var í höfn.

Eftir þennan sigur þá er AGF í efsta sæti deildarinnar með einu stigi meira en Silkeborg sem á reyndar leik inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×