Innlent

Bjarni í­hugar stöðu sína og ævin­týra­heimur í Hafnar­firði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki búinn að ákveða hvort hann sækist eftir áframhaldandi setu á formannsstól en varaformaðurinn kveðst tilbúinn að taka við keflinu ef svo ber undir. Ungliðahreyfingin sendi forystu flokksins væna pillu vegna sögulega lítils fylgis í könnunum.

Við fjöllum um flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn er í skugga fylgishruns, í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Flugsérfræðingur segist fullviss um að harmræn örlög flugmanns F-16 herþotu, sem Úkraínumenn fengu nýverið afhenta, muni ekki hafa áhrif á frekari vopnasendingar vesturvelda til Úkraínu. Enn er á huldu hvað nákvæmlega olli slysinu, sem fengið hefur mjög á úkraínsku þjóðina.

Þá kíkjum við á kveðjuhóf fyrir starfsmenn Múlalundar, sem sumir eiga að baki áratugalangan feril á staðnum, og verðum í beinni frá ævintýraheimi sem skapaður hefur verið í Hafnarfirði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×