Íslenski boltinn

„Ekki annað hægt en að fara sáttur heim eftir þetta“

Einar Kárason skrifar
Sandra María fór á kostum í leiknum.
Sandra María fór á kostum í leiknum. Vísir/Pawel

Sandra María Jessen var hetja Þórs/KA í dag þegar hún skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á FH í efri hluta Bestu deildar kvenna.

„Þetta er klárlega allt sem við vildum úr deginum í dag, þrjú stig,“ sagði Sandra María Jessen eftir sigurinn á FH. 

„Það er ekki annað hægt en að fara glaður og sáttur heim eftir þetta.“

Sandra María hefur verið algjörlega frábær með Þór/KA á tímabilinu og raðað inn mörkum.

„Loksins þegar við fáum að spila á góðum velli á heimavelli er svolítið mikill vindur sem var kannski ekki að vinna með okkur en við nýttum færið sem við fengum. Þetta var ekki skemmtilegasti leikurinn til að horfa á uppi í stúku en þrjú stig er það sem skiptir okkur máli.“

Þór/KA er eftir sigurinn í dag í þriðja sæti efri hlutans en er tuttugu stigum á eftir Val í öðru sætinu og því ekki í baráttu um titilinn.

„Það er búið að skipta deildinni í tvennt og núna er þetta lítið annað mót. Auðvitað heldur þetta áfram að telja en við viljum klárlega nýta leikina sem eftir eru og enda mótið á góðum nótum og ná í nokkur stig.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×