„Það hafði smá áhrif að það voru engin læti“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 31. ágúst 2024 19:46 Frá Hlíðarenda í dag. Vísir/Lýður Valur vann stórsigur á RK Bjelin Spacva Vinkovci að Hlíðarenda í kvöld í fyrri umspilsleik liðanna um laust sæti í Evrópudeildinni í handbolta í vetur. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari var ekki ánægður með mætingu stuðningsmanna Vals. Valsmenn byrjuðu leikinn afar illa og var staðan 0-6 eftir níu mínútur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að byrjunin hafi verið erfið. „Þetta var ansi erfitt. Þetta var 6-0 þarna í byrjun og þeir eru með hraðar og miklar klippingar og skyttur og við bara sátum eftir. Enginn að mæta þeim og í sjálfum sér var ekkert að ganga upp hjá okkur, vörn, sókn, hann var að verja tvö víti og allt þetta. Ég held að ég taki þetta bara að mestu á mig, við höfðum lagt með að vera aðeins of passívir.“ Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikmaður Vals.Vísir/Lýður Heide Óskar Bjarni tók leikhlé eftir þessa erfiðu byrjun og breytti til. „Við breyttum aðeins og fórum að vera aðeins agresívari og tókum meira frumkvæði varnarlega. Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir þá líka í 60 mínútur, en ég bjóst samt ekki við seinni hálfleiknum svona. Frábær seinni hálfleikur og Bjöggi kom sterkur inn og vörnin góð og allt annað lið í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni ósáttur með mætingu Valsara Óskar Bjarni telur að ómeðvitað hafi lítill áhugi, stuðningur og mæting Valsmanna á leikinn í kvöld haft áhrif á dapran leik liðsins í upphafi. „Ég held að við höfum orðið fyrir smá vonbrigðum. Þetta er Evrópu-dúkurinn og alltaf troðið hús og gaman og svona ómeðvitað þá voru ekki margir í húsinu. Síðast þegar við spiluðum var það til úrslita, úrslitaleikur, og við urðum Evrópumeistarar. Við bjuggumst við aðeins fleirum, en vorum samt aðeins búnir að ræða það. Það hafði svona smá áhrif að það voru engin læti. Svo vorum við líka bara of passívir. Þetta var ekki nógu vel upp lagt hjá okkur þjálfurunum í byrjun og við breyttum þessu svo saman í hálfleik. Það hentar líka Alexander Peterssyni og Róberti Aroni betur að fá aðeins að vaða út og klára þessar hröðu klippingar hjá þeim.“ „Það er alltaf gott að fá veganesti“ Óskar Bjarni á von á betri frammistöðu frá Króötunum í næsta leik eftir viku út í Króatíu. „Mér fannst þeir vera orðnir þreyttir í seinni hálfleik. Mikil ákefð og mikið hlaup. Eins og við vorum lélegir í byrjun þá finnst mér seinni hálfleikurinn vera of mikill munur á liðunum. Þeir voru að ferðast í gær og komu til landsins. Ég held að þeir verði mun betri í 60 mínútur út í Króatíu. Mér fannst þetta aðeins fuðra út hjá þeim í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni er þjálfari Vals.Vísir/Diego Óskar Bjarni er þakklátur fyrir þá níu marka forystu sem liðið fer með sér út. „Það er alltaf gott að fá veganesti, maður þiggur það alltaf. Eins og seinni hálfleikurinn var þá áttum við að vinna með tíu til ellefu mörkum, við slökuðum aðeins á þarna á lokakaflanum. Ég veit að þeir verða öflugir eins og þeir sýndu í fyrri hálfleik, en þetta er gott veganesti og við þurfum bara að spila vel. Svo fáum við ÍBV í fyrsta leik í Olís-deildinni á miðvikudaginn og förum svo út á fimmtudaginn,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Valsmenn byrjuðu leikinn afar illa og var staðan 0-6 eftir níu mínútur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að byrjunin hafi verið erfið. „Þetta var ansi erfitt. Þetta var 6-0 þarna í byrjun og þeir eru með hraðar og miklar klippingar og skyttur og við bara sátum eftir. Enginn að mæta þeim og í sjálfum sér var ekkert að ganga upp hjá okkur, vörn, sókn, hann var að verja tvö víti og allt þetta. Ég held að ég taki þetta bara að mestu á mig, við höfðum lagt með að vera aðeins of passívir.“ Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikmaður Vals.Vísir/Lýður Heide Óskar Bjarni tók leikhlé eftir þessa erfiðu byrjun og breytti til. „Við breyttum aðeins og fórum að vera aðeins agresívari og tókum meira frumkvæði varnarlega. Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir þá líka í 60 mínútur, en ég bjóst samt ekki við seinni hálfleiknum svona. Frábær seinni hálfleikur og Bjöggi kom sterkur inn og vörnin góð og allt annað lið í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni ósáttur með mætingu Valsara Óskar Bjarni telur að ómeðvitað hafi lítill áhugi, stuðningur og mæting Valsmanna á leikinn í kvöld haft áhrif á dapran leik liðsins í upphafi. „Ég held að við höfum orðið fyrir smá vonbrigðum. Þetta er Evrópu-dúkurinn og alltaf troðið hús og gaman og svona ómeðvitað þá voru ekki margir í húsinu. Síðast þegar við spiluðum var það til úrslita, úrslitaleikur, og við urðum Evrópumeistarar. Við bjuggumst við aðeins fleirum, en vorum samt aðeins búnir að ræða það. Það hafði svona smá áhrif að það voru engin læti. Svo vorum við líka bara of passívir. Þetta var ekki nógu vel upp lagt hjá okkur þjálfurunum í byrjun og við breyttum þessu svo saman í hálfleik. Það hentar líka Alexander Peterssyni og Róberti Aroni betur að fá aðeins að vaða út og klára þessar hröðu klippingar hjá þeim.“ „Það er alltaf gott að fá veganesti“ Óskar Bjarni á von á betri frammistöðu frá Króötunum í næsta leik eftir viku út í Króatíu. „Mér fannst þeir vera orðnir þreyttir í seinni hálfleik. Mikil ákefð og mikið hlaup. Eins og við vorum lélegir í byrjun þá finnst mér seinni hálfleikurinn vera of mikill munur á liðunum. Þeir voru að ferðast í gær og komu til landsins. Ég held að þeir verði mun betri í 60 mínútur út í Króatíu. Mér fannst þetta aðeins fuðra út hjá þeim í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni er þjálfari Vals.Vísir/Diego Óskar Bjarni er þakklátur fyrir þá níu marka forystu sem liðið fer með sér út. „Það er alltaf gott að fá veganesti, maður þiggur það alltaf. Eins og seinni hálfleikurinn var þá áttum við að vinna með tíu til ellefu mörkum, við slökuðum aðeins á þarna á lokakaflanum. Ég veit að þeir verða öflugir eins og þeir sýndu í fyrri hálfleik, en þetta er gott veganesti og við þurfum bara að spila vel. Svo fáum við ÍBV í fyrsta leik í Olís-deildinni á miðvikudaginn og förum svo út á fimmtudaginn,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira