Treystir sér til formennsku ef Bjarni hættir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2024 20:45 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki búinn að ákveða hvort hann sækist eftir áframhaldandi setu á formannsstól, en varaformaðurinn kveðst tilbúinn að taka við keflinu ef svo ber undir. Ungliðahreyfingin sendi forystu flokksins væna pillu vegna sögulega lítils fylgis í könnunum. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton í dag. Þrátt fyrir að vel hafi verið mætt þá var fundurinn haldinn í skugga þeirrar staðreyndar að flokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en akkúrat nú. Í könnun Maskínu í liðinni viku mældist flokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, og hefur aldrei mælst lægri. Í Þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mældist fylgið skör meira, eða 17,1 prósent. Í báðum könnunum mælist Sjálfstæðisflokkurinn á sömu slóðum og Miðflokkurinn. Formaður flokksins telur fylgið óviðunandi. „En mín skilaboð hér í dag eru að slíkar mælingar eru engin ávísun á niðurstöður í kosningum, það sýnir nú sagan síðast í forsetakosningunum í vor. Verkefni okkar er að taka höndum saman og sækja fram,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður í samtali við fréttastofu í dag, en ræðuna sem hann flutti á flokksráðsfundinum í dag er að finna hér að neðan. Ungir hnýta í forystuna Í tilefni af fylgismælingunni sendi Samband ungra Sjálfstæðismanna skilaboð til forystunnar og annarra fundarmanna: „13,9 prósent, hvað er planið?“ Auglýsingin var birt sem heilsíða í Morgunblaðinu, á skiltum við fundarstað og einnig dreift til fundargesta. Formaður sambandsins segir marga hafa tekið vel í uppátækið. „Forystan veit að það þarf eitthvað að gera. Við erum að líka að senda skilaboð til þjóðarinnar um að það eru ekki allir sáttir með stöðuna eins og hún er. Við þurfum að fara að hugsa okkar gang og fara í naflaskoðun, hvaða skilaboð það eru sem við erum að senda út í þjóðfélagið,“ sagði Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS. Bjarni sagði unga Sjálfstæðismenn fara óhefðbundnar leiðir og þeir hafi alltaf viljað veita forystunni aðhald. „En þeir verða auðvitað líka að halda í það kjarnahlutverk sitt að teikna upp framtíðarsýn fyrir bæði ungt fólk og aðra í landinu. Framtíðar Ísland sem þau sjá fyrir sér, tala um það og færa inn í umræðuna. Ekki bara kasta höndum upp í loft og segja: Hvað eigum við að gera?“ Ákveður sig nær landsfundi Í ræðu sinni á fundinum sagðist Bjarni ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann myndi gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi í febrúar. „Og þegar nær dregur landsfundi þá þarf ég að taka ákvörðun um framtíðina með mínu fólki, og með hliðsjón af því sem ég tel vera best fyrir flokkinn okkar,“ sagði Bjarni í ræðunni. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur verið afdráttarlaus um að ætla að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystu flokksins, ólíkt Bjarna. Ef svo færi að hann gæfi ekki kost á sér, myndir þú þá sækjast eftir formennsku? „Ég hef alveg verið mjög heiðarleg og opin með að ef það er eftirspurn eftir því, ef flokksmenn treysta mér í það verkefni, þá treysti ég mér í það verkefni,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ræðu Þórdísar á flokksráðsfundinum má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton í dag. Þrátt fyrir að vel hafi verið mætt þá var fundurinn haldinn í skugga þeirrar staðreyndar að flokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en akkúrat nú. Í könnun Maskínu í liðinni viku mældist flokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, og hefur aldrei mælst lægri. Í Þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mældist fylgið skör meira, eða 17,1 prósent. Í báðum könnunum mælist Sjálfstæðisflokkurinn á sömu slóðum og Miðflokkurinn. Formaður flokksins telur fylgið óviðunandi. „En mín skilaboð hér í dag eru að slíkar mælingar eru engin ávísun á niðurstöður í kosningum, það sýnir nú sagan síðast í forsetakosningunum í vor. Verkefni okkar er að taka höndum saman og sækja fram,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður í samtali við fréttastofu í dag, en ræðuna sem hann flutti á flokksráðsfundinum í dag er að finna hér að neðan. Ungir hnýta í forystuna Í tilefni af fylgismælingunni sendi Samband ungra Sjálfstæðismanna skilaboð til forystunnar og annarra fundarmanna: „13,9 prósent, hvað er planið?“ Auglýsingin var birt sem heilsíða í Morgunblaðinu, á skiltum við fundarstað og einnig dreift til fundargesta. Formaður sambandsins segir marga hafa tekið vel í uppátækið. „Forystan veit að það þarf eitthvað að gera. Við erum að líka að senda skilaboð til þjóðarinnar um að það eru ekki allir sáttir með stöðuna eins og hún er. Við þurfum að fara að hugsa okkar gang og fara í naflaskoðun, hvaða skilaboð það eru sem við erum að senda út í þjóðfélagið,“ sagði Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS. Bjarni sagði unga Sjálfstæðismenn fara óhefðbundnar leiðir og þeir hafi alltaf viljað veita forystunni aðhald. „En þeir verða auðvitað líka að halda í það kjarnahlutverk sitt að teikna upp framtíðarsýn fyrir bæði ungt fólk og aðra í landinu. Framtíðar Ísland sem þau sjá fyrir sér, tala um það og færa inn í umræðuna. Ekki bara kasta höndum upp í loft og segja: Hvað eigum við að gera?“ Ákveður sig nær landsfundi Í ræðu sinni á fundinum sagðist Bjarni ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann myndi gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi í febrúar. „Og þegar nær dregur landsfundi þá þarf ég að taka ákvörðun um framtíðina með mínu fólki, og með hliðsjón af því sem ég tel vera best fyrir flokkinn okkar,“ sagði Bjarni í ræðunni. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur verið afdráttarlaus um að ætla að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystu flokksins, ólíkt Bjarna. Ef svo færi að hann gæfi ekki kost á sér, myndir þú þá sækjast eftir formennsku? „Ég hef alveg verið mjög heiðarleg og opin með að ef það er eftirspurn eftir því, ef flokksmenn treysta mér í það verkefni, þá treysti ég mér í það verkefni,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ræðu Þórdísar á flokksráðsfundinum má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41
Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05