Sport

Már synti sig inn í úrslitasundið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Már Gunnarsson er að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í annað skiptið en hann var einnig með í Tókýó fyrir þremur árum síðan.
Már Gunnarsson er að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í annað skiptið en hann var einnig með í Tókýó fyrir þremur árum síðan. Getty/Dean Mouhtaropoulos

Már Gunnarsson er kominn í úrslit í 100 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í París.

Már synti á 1:11.38 mín. í undanrásunum og hann var með sjötta besta tímann inn í úrslitin.

Már keppir í flokki S11 en það er flokkur blindra.

Már endaði þriðji í sínum riðli en á undan honum voru Tékkinn David Kratochvil og Hollendingurinn Roger Dorsman.

Kratochvil var með besta tímann af öllum en Úkraínumaðurinn Danylo Chufarov komst upp fyrir Hollendinginn eftir að hinn riðillinn kláraðist.

Þrír næstu á eftir Má voru allir Kínverjar en aðeins tveir af þeim komust í úrslitasundið.

Már var skráður inn á tímanum 1:10,72 mín. Íslandsmet hans er 1:10,36 mín.

Hefði Már synt á nýju Íslandsmeti þá hefði það samt aðeins dugað honum nema í sjötta sætið.

Úrslitasundið fer fram seinna í dag eða klukkan 16.31 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×