Sport

NFL-leikmaður skotinn í brjóst­kassann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ricky Pearsall spilar væntanlega ekki sinn fyrsta NFL leik nærri því strax eftir að hafa verið skotinn í gær.
Ricky Pearsall spilar væntanlega ekki sinn fyrsta NFL leik nærri því strax eftir að hafa verið skotinn í gær. Getty/Michael Zagaris

Ameríski fótboltamaðurinn Ricky Pearsall var skotinn þegar táningur reyndi að ræna hann San Francisco í Bandaríkjunum í gær.

„Hann var skotinn í brjóstkassann. Staðan er alvarleg en ástand hans er stöðugt,“ sagði félagið hans San Francisco 49ers á samfélagsmiðlunum X.

Pearsall er útherji hjá 49ers liðinu sem er eitt besta lið NFL-deildarinnar.

CNN hefur heimildir fyrir því að sautján ára strákur hafi reynt að ræna Pearsall út á götu í Union Square. Ágreiningur þeirra endaði með því að Pearsall var skotinn en báðir lágu á eftir.

Hinn 23 ára gamli Pearsall var valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins í apríl en spilaði fyrir Arizona State og Florida Gators í háskólaboltanum.

NFL tímabilið hefst á fimmtudaginn.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×