Innlent

Þjóð í á­falli vegna hnífaburðar og mótmælaalda í Ísrael

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. Við ræðum við yfirlögregluþjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. Á sama tíma er reynt að koma í veg fyrir hamfarir á Gasa með bólusetningarátaki.

Þá sýnum við frá því þegar nýr bískup var vígður við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju í dag, ræðum orkumálin við formann Framsóknarflokksins og Magnús Hlynur kíkir til Hveragerðis, þar sem mikil gleði braust út á heimili mæðgna í vikunni þegar hænan Sóley skilaði sér heim eftir að hafa verið týnd í átta daga.

Í sportinu tökum við fyrir glænýtt Íslandsmet á Ólympíumóti fatlaðra í París. Enski og íslenski boltinn verða einnig í öndvegi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×