Viðskipti innlent

Unnur Eggerts og Mateja til Maura

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Eggertsdóttir og Mateja Deigner.
Unnur Eggertsdóttir og Mateja Deigner. Aðsend

Unnur Eggertsdóttir og Mateja Deigner hafa gengið til liðs við auglýsingastofuna Maura. Unnur hefur verið ráðin sem hugmynda- & textasmiður og verkefnastjóri og Mateja sem grafískur hönnuður.

Í tilkynningu kemur fram að Unnur hafi starfað sem leikkona, söngkona og samfélagsmiðlaráðgjafi um árabil. 

„Hún hefur áður unnið á auglýsingastofunum Tvist og Jónsson & Le’Macks ásamt því að hafa sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði lista, hérlendis og í Bandaríkjunum. Hún var kosningastjóri VG í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum og samskiptastjóri framboðs Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands í vor.

Mateja hefur víðtæka reynslu sem hönnuður og hönnunarstjóri á alþjóðavísu síðasta áratuginn og hefur starfað hér á landi með fyrirtækjum á borð við BIOEFFECT og Omnom. Undanfarin tvö ár hefur hún unnið sem listrænn stjórnandi hjá hönnunarstofunni Weird Pickle þar sem hún vann til FÍT gullverðlauna fyrr á þessu ári,“ segir í tilkynningunni.

Þröstur Skúli Valgeirsson er framkvæmdastjóri og eigandi Maura.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×