Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 11:02 Það sauð upp úr í Kaplakrika í gær þegar FH og Stjarnan mættust. Stöð 2 Sport „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. Guðmundur Kristjáns, eða Gummi eins og hann er kallaður, svaraði fyrir sig með kjaftshöggi eftir að Böðvar, eða Böddi, gaf honum olnbogaskot, í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær. „Böddi fer með olnbogann í hann, og Guðmundur slær hann bara,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Atla Viðari Björnssyni var sérstaklega misboðið vegna hegðunar Gumma Kristjáns og bætti við: „Hann gefur honum bara einn gúmoren. Bara gamla góða kjaftshöggið.“ Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Guðmundur kýlir Böðvar Búast má við því að ný málskotsnefnd KSÍ vísi atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar í ljósi þess að dómarinn, Pétur Guðmundsson, virtist missa alveg af því. Áður var það hlutverk framkvæmdastjóra KSÍ að vísa slíkum málum til aganefndar. „Eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð“ „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta. Þetta er rosalegt. Ég held að við hljótum að vera að horfa upp á það að að minnsta kosti annar þeirra, jafnvel báðir, fari í bann þegar framkvæmdastjóri KSÍ sendir málið til aganefndar,“ sagði Atli Viðar. „Nei, nei, eigum við ekki að leyfa þeim bara… þeir voru báðir sáttir með niðurstöðuna. Vita báðir upp á sig sökina,“ sagði Baldur Sigurðsson léttur en Atli Viðar var svo sannarlega ekki á því: „Auðvitað eru þeir báðir dauðfegnir. Það er engin önnur rétt niðurstaða en að þeir fari báðir í sturtu... Mér er svo misboðið,“ sagði Atli Viðar. Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Guðmundur Kristjáns, eða Gummi eins og hann er kallaður, svaraði fyrir sig með kjaftshöggi eftir að Böðvar, eða Böddi, gaf honum olnbogaskot, í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær. „Böddi fer með olnbogann í hann, og Guðmundur slær hann bara,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Atla Viðari Björnssyni var sérstaklega misboðið vegna hegðunar Gumma Kristjáns og bætti við: „Hann gefur honum bara einn gúmoren. Bara gamla góða kjaftshöggið.“ Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Guðmundur kýlir Böðvar Búast má við því að ný málskotsnefnd KSÍ vísi atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar í ljósi þess að dómarinn, Pétur Guðmundsson, virtist missa alveg af því. Áður var það hlutverk framkvæmdastjóra KSÍ að vísa slíkum málum til aganefndar. „Eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð“ „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta. Þetta er rosalegt. Ég held að við hljótum að vera að horfa upp á það að að minnsta kosti annar þeirra, jafnvel báðir, fari í bann þegar framkvæmdastjóri KSÍ sendir málið til aganefndar,“ sagði Atli Viðar. „Nei, nei, eigum við ekki að leyfa þeim bara… þeir voru báðir sáttir með niðurstöðuna. Vita báðir upp á sig sökina,“ sagði Baldur Sigurðsson léttur en Atli Viðar var svo sannarlega ekki á því: „Auðvitað eru þeir báðir dauðfegnir. Það er engin önnur rétt niðurstaða en að þeir fari báðir í sturtu... Mér er svo misboðið,“ sagði Atli Viðar.
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira